Flotið sofandi að diplómatískum feigðarósi

Fór í bíó um daginn á Brüno og hló mig máttlausa milli þess sem ég reyndi að kyngja ósjálfráðum hneykslunargusum sem hvelfdust yfir mig í nokkrum atriðum. Þá er ég ekki að tala um hin ófáu klámfengnu atriði, heldur atriðin þar sem skoðanir nokkurra viðmælenda Brünos komu tæpitungulaust fram. Nægir þar að nefna sem dæmi afhommunarpredikarana og viðbrögð glímuáhorfendanna í Suðurríkjum Bandaríkjanna.

Í hléinu kom til tals á léttu nótunum hvað sumir, sem þetta rita, geta oft verið skoðanalausir og bara látið sig berast með fjöldanum. Vissulega réttmæt gagnrýni enda ekki oft sem mín blandar sér í rökræður um eitt né neitt, hvort sem það eru umræður um aðild að ESB eða hvaða skyndibitastaður verði fyrir valinu það kvöldið.

Þetta fékk mína til að hugsa að sem betur fer lenti hún ekki í röngum félagsskap á sínum yngri árum, eins áhrifagjörn og hún var, og er enn. Betra að vinahópurinn geri góðlátlegt grín að manni fyrir skoðanaleysið en að tilheyra e-m fordómafullum ofstækishópi sem fer ekki í neinar grafgötur með sínar skoðanir.   

Magnað samt hvað útlenskur hreimur getur verið bráðsmitandi, stóð mig nefnilega að því að svara manni á bílaþvottastöð: „Ach, nein... er ryksugan biluð!" Eða er það kannski bara ég sem er svona móttækileg fyrir bíómyndum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ach nein?

Ach, du bist so süss

Guðrún Jón (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)

Höfundur

Dulúð Jóns
Dulúð Jóns

Bloggar af lífi og sál um sín flóknustu vandamál og leyndustu einkamál, jafnvel blómkál. Eiginlega bara um allt nema þjóðmál, heimsmál og stjórnmál!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...100_0658

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband