Dalai Lama og hið daglega drama

Þá er hrifnæm hvítasunnuhelgi hjá mér að baki og hversdagsleikinn tekinn við. Fór á samtrúarlega friðarstund í Hallgrímskirkju og upplifði einhvers konar hugvekju þar sem ég hlýddi á hans Heilagleika Dalai Lama. Það var ekki beinlínis það sem hann sagði sem hreyfði við mér heldur frekar framkoma hans og áhrifin sem hann hafði á fólkið. Hélt barasta ekki að okkar lokaða þjóð gæti smitast svona hressilega af brosmildum öldungi í litríkum tógaklæðum. En raunin varð önnur. Þvílíka eftirvæntingu, andakt, virðingu og aðdáun hef ég ekki séð í andlitum samlanda minna eins og þegar lágvaxni munkurinn fikraði sig inn kirkjugólfið undir vökulu augnaráði íslenskra beljaka í starfi lífvarða og eigin lítilláta föruneytis. Hér og hvar mátti sjá glitta í tár á hvarmi þegar krúnurakaður kollurinn kom fyrst í ljós og hrifningin tvíefldist þegar hans Heilagleiki staðnæmdist hér og þar til að hrista nokkra spaða og teygja munnvikin framan í furðulostin börn. Mútta mín varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að heilsa honum með handabandi en fingur hans voru víst kaldir sem samræmist allri hlýjunni í hans stóra hjarta.

Hrifning mín var engu minni en hrifnæmisdagurinn var aðeins hálfnaður því um kvöldið tóku tárakirtlarnir gjörsamlega völdin af minni yfir jafn hallærislegu sjónvarpsefni og Extreme Makeover-Home Edition. Að þessu sinni var um að ræða einstæða móður með hóp af ættleiddum strákum og þar af voru tveir HIV-jákvæðir. Semsagt næg ástæða til að skrúfa frá músabrunnunum. Eftir að hafa séð hinn ofvirka Ty Pennington faðma, geifla sig og gretta framan í fjölda barna í sumarbúðum fyrir eyðnismitaða krakka og uppskera bæði bros og hlátur, varð mér ljóst að þessir mjög svo ólíku menn, Ty og Lama, beita sömu aðferðum til að boða umhyggju og umburðarlyndi fyrir öðrum manneskjum. Jákvæðni þeirra og glaðværð er bráðsmitandi og báðir eru þeir boðberar vonar fyrir framtíðina, hvar sem þeir koma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dalai Lama, með aðstoð Ty, hefur greinilega leyst eina af ráðgátum lífsins fyrir þér

Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 12:27

2 identicon

Ég er nokkuð viss um að meira að segja Dalai Lama myndi móðgast við að vera líkt við himpigimpið Ty Pennington

Ingólfur (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 21:09

3 Smámynd: Dulúð Jóns

Mikið rétt, Guðrún mín og þú hefur líka nokkuð til þíns máls Ingólfur minn. Ég dreg þessa samlíkingu hérmeð til baka

Dulúð Jóns, 9.6.2009 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)

Höfundur

Dulúð Jóns
Dulúð Jóns

Bloggar af lífi og sál um sín flóknustu vandamál og leyndustu einkamál, jafnvel blómkál. Eiginlega bara um allt nema þjóðmál, heimsmál og stjórnmál!

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...100_0658

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband