Lagði lykkju á starfsferilinn og batt endahnút á atvinnuleysið

Jibbíjeii, mín er loksins búin að fá vinnu! Reyndar á ólíklegasta stað sem ég hefði getað ímyndað mér en öll vinna er vel þegin vinna, á þessum síðustu og verstu, og ég er barasta full tilhlökkunar yfir að takast á við prjónavörubransann, sléttan sem brugðinn! En aldrei hefði mig rennt í grun um hversu blómstrandi bissness þetta er, fyrr en ég sá með eigin augum hversu bandbrjálað er að gera í þessari litlu prjónabúð í hjarta miðborgarinnar.

 

Er búin að þrauka fyrsta daginn innan um fjöll af lopapeysum, sæg af innlendum prjónakonum og hjörðum af túrhestum og líst bara rosa vel á. Er algjörlega að upplifa æskudrauminn um að verða búðardama og held jafnvel að það gæti leynst smá sölutalent inni í minni. Náði til dæmis að selja Kana jakkapeysu með því að segja henni hversu vel hún færi við augnlitinn hennar. Og komst að því að ég er lúmsk smjaðurskjóða.Wink

Andrúmsloftið er líka alveg einstakt þarna inni, mjög kósí og gamaldags með fornaldarvigt til að vigta plötulopann sem selst nánast í tonnatali. Meira að segja búðakassinn er stækkuð útgáfa af leikfangakassa sem ég átti sem krakki. Svona kassi þar sem maður þarf að stimpla inn verðin á gamla mátann (engin strikamerki þar á bæ) og það klingir í honum þegar hann opnast.

Nú er bara að sjá hvort lopapeysulyktin eigi eftir að smita út frá sér og fá mig til að læra að prjóna og hversu langan tíma það tekur þar til ég næ að fatta handavinnuhúmor samstarfsfélaganna.

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

til hamingju!

 hvert á mar svo að fara til að kíkja á þig á nýjum stað :)

Hanna (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 19:28

2 identicon

Til lukku með að vera komin með vinnu :)

Sólveig (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 09:07

3 identicon

Þetta er engin spurning, Nína mín,  þú verður farin að prjóna í öllum frístundum áður en þú veist af

Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 19:31

4 identicon

Tókstu 2 Háskólagráður til að selja lopa... bara 3 í viðbót og þá verður þú vaktstjóri :)

Ingólfur (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 19:34

5 Smámynd: Dulúð Jóns

Takk, stelpur mínar. Ég er staðsett á Skólavörðustígnum og býst fastlega við því að ég verði prjónfær um leið og ég finn lausa frístund til að æfa mig. Þ.e.a.s. ef ég verð ekki komin með ógeð á lopa áður

Ingó minn, ég með mínar gráður stefni ótrauð á vaktstjórann. Kannski verð ég jafnvel sett yfir lopapeysudeildina þegar fram líða stundir.

Dulúð Jóns, 14.11.2009 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)

Höfundur

Dulúð Jóns
Dulúð Jóns

Bloggar af lífi og sál um sín flóknustu vandamál og leyndustu einkamál, jafnvel blómkál. Eiginlega bara um allt nema þjóðmál, heimsmál og stjórnmál!

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...100_0658

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband