Inni er ævintýri

Alveg er það nú stórmerkilegt hvað það er miklu skemmtilegra að blogga þegar maður á að vera að gera e-ð annað og þarf að stelast til þess. Eftir að mín fékk fullt frelsi frá skylduskrifum og ótakmarkaðan tíma aflögu, hvarf bara blogglöngunin eins og fataplögg landans fyrir smá sólu. En nú finnst minni semsagt mál til komið að leggja aftur orð í þennan litla bloggbelg. Þessi frjálsi tími hefur samt ekki farið algjörlega til spillis því hann hefur verið vel nýttur við að fjörga upp á félagslífið, endurnýja kynnin við ráðningarskrifstofur og lappa upp á heimilið og garðinn. Semsagt tími til að rækta allt það sem hafði verið vanrækt alltof lengi. Auðvitað hefur þessum tíma líka verið eytt með misvitrænum hætti og alltof mörg kvöldstundin hefur til dæmis farið í að horfa á misgáfulegar tónlistarkeppnir.

Eftir nokkurra vikna samfellt ágláp á Ædol Æsland, Júróvisjón og Ameríkan Ædol sátu þessar pælingar helst eftir í tónsýrðum kollinum mínum: „Vá, ég myndi líka þurfa að fá mér kók í nös ef ég þyrfti að sitja og hlusta á þetta", „Æm inn lov viþþa feríteil...eins og gjörvöll Evrópa greinilega", og „Hvað ætla þessir yfirborðslegu Kanar að kjósa blinda, laglausa gaurinn lengi?" En það sem stóð upp úr eftir allar þessar söngkeppnir voru úrslitin sem í tveimur tilfellum af þremur voru vægast sagt stórfurðuleg. Í íslensku útgáfunni af Idol var það feimni krummatemjarinn frá Kongó (eða rokkstjarnan í dulbúningi barnapíu eins og Björn Jö hélt fram) sem nappaði óvænt sigrinum af sjálfsöruggu söngdívunni úr Mosó. Í ameríska Æ-gólinu var það svo hlédrægi strákurinn úr næsta húsi sem sigraði über-hýra djammgaurinn af næsta bar, öllum að óvörum.

Þessi óvæntu úrslit segja allt sem segja þarf um breytt viðhorf í kjölfar heimskreppunnar. Nú gildir ekki lengur sú taktík að vera sem mest áberandi og sá metnaðarfullasti heldur sá sem heldur sig til hlés og gerir sitt af einlægni og hógværð. Það er ekki einu sinni gerð krafa um að maður sé besti söngfákurinn í hæfileikastóðinu eins og sannaðist í þessum keppnum. Fólk vill bara sjá ekta ævintýri rætast á skjánum eins og þegar öskubuskan frá Djúpavogi gerði sér lítið fyrir, steig stórglæsileg úr stónni, upp á svið og skaut söngsystrum sínum ref fyrir rass í þriggja manna úrslitum. Eða þegar litlausi sveitapilturinn frá Arkansas sigraði farðaða riddarann frá Kaliforníu. Að ógleymdum hógværa draumaprinsinum Alexander Rybak sem lækkaði rostann í gríska forystufolanum (sjálfskipaða).

Nú er bara að vona að íslenskir atvinnurekendur séu á svipaðri bylgjulengd og aðdáendur söngvakeppna. Að þeir kjósi umsækjanda sem er ekki endilega sá besti í bunkanum eða með flottustu framkomuna heldur einhvern sem lætur lítið fyrir sér fara en leynir á sér.Wink

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú vonandi að þú fáir bráðum vinnu, annars er bara að setjast enn eina ferðina á skólabekk og taka doktorinn En hvað segiru um að príla fjöll í sumar, tölta upp Esjuna eða Helgafell eða hreinlega hvoru tveggja?

Sólveig (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 20:57

2 Smámynd: Dulúð Jóns

Góð hugmynd, Sólveig mín! Dröslaðu mér endilega upp á fjöll í sumar svo ég veslist ekki upp í aðgerðaleysi

Dulúð Jóns, 30.5.2009 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)

Höfundur

Dulúð Jóns
Dulúð Jóns

Bloggar af lífi og sál um sín flóknustu vandamál og leyndustu einkamál, jafnvel blómkál. Eiginlega bara um allt nema þjóðmál, heimsmál og stjórnmál!

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...100_0658

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband