Opposites attract - eða þannig

Jæja, nú er nóg komið af klámfengnum tilsvörum og hálfkveðnum vísum. Ein helsta ástæða þess að ég svaraði ekki eigin spurningalista hér í færslunni á undan, er að sjálfsögðu skortur á framtakssemi á þessu sviði. Mín hefur vart verið við karlmann kennd svo mánuðum skiptir (og það þótt hún hafi oftsinnis verið kennd í návist karlmanna á þessu tímabili)! Hins vegar hefur framtaksleysið ekki hindrað hugann í að reika og augun í að njóta. Verst hvað hrifningarobjectið mitt þessa stundina er vonlaust case fyrir stúlku eins og mig sem trúir ekki á klisjur eins og ást við fyrstu sýn og andstæður laðast að.Errm

Hann... er vaxinn eins og grískur guð                                                                                

Hún... er vaxin eins og grísk ólífuhrísla

Hann... elskar íþróttir

Hún... hatar hreyfingu

Hann... er atvinnumaður í boltanum  

Hún... er atvinnumaður í sukkinu

Hann... er dýrkaður og dáður af ungum sem öldnum                     

Hún... er hunsuð af ungum og ónáðuð af öldnum

Hann... er fyndinn stuðbolti 

Hún... er feiminn stressbolti

Hann... er frá Mars (erlendur ríkisborgari)                                       

Hún... er frá Venus (Nýja Íslandi)

Semsagt algjörar andstæður og engar líkur (eða a.m.k. stjarnfræðilega litlar) á að þessi súpernova (hann) og stjörnurykkorn (hún) nái nokkurn tímann saman. En rykagðan má nú halda í 0,00000000000001% vonina, ekki satt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki örvænta og líttu á björtu hliðarnar... það er ekkert gaman að deita einhver fótboltafrík hvort sem er

Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 23:01

2 identicon

ha ha ha ha ....

Hanna (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 09:32

3 identicon

Ég skil núna afhverju þú ert enn single ef þetta eru kröfurnar sem verðandi verri helmingur þarf að uppfylla. 

Hann... er frá Mars (erlendur ríkisborgari)

 Ertu búin að gefa upp alla von á að finna einhvern íslenskan???

Ingólfur (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 12:51

4 identicon

Þetta eru ekki kröfur sem Nína hefur sett, heldur er þetta gaur sem hún er hrifin af í alvöru!

Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 15:10

5 Smámynd: Dulúð Jóns

Nei, nei ég er alls ekki svona kröfuhörð og já ég held barasta að ég sé búin að fá nóg af sauðdrukknum samlöndum mínum (þeir góðu virðast allir fráteknir). Mér láðist reyndar að geta þess að þetta er ekki týpískur boltagaur með egó á stærð við loftbelg og útlitið er alls ekki í samræmi við líkamsburðina (hann reynir frekar að fela vöðvana frekar en hitt). Drengurinn er líka með hjarta úr gulli, sem er nú meginástæðan fyrir hrifningu minni en ekki líkamlegt atgervi hans. Allt þetta gerir stöðu mína því vonlausari en ella.  

Dulúð Jóns, 5.3.2009 kl. 19:09

6 identicon

Ekki er þetta Prince sem er vinur hans Gillz og spilar með K.R???

Ingólfur (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 17:44

7 Smámynd: Dulúð Jóns

Ingó minn, finnst þér virkilega líklegt að ég falli fyrir e-m úr vinahring Gillzeneggers?!? Nei, prinsinn minn er reyndar í körfunni og nýkrýndur bikarmeistari þar. Þeir eru nú bara tveir útlendingarnir í því liði svo þú getur bara notað útilokunaraðferðina ef þú ert svona hrikalega forvitinn um þetta 

Dulúð Jóns, 7.3.2009 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)

Höfundur

Dulúð Jóns
Dulúð Jóns

Bloggar af lífi og sál um sín flóknustu vandamál og leyndustu einkamál, jafnvel blómkál. Eiginlega bara um allt nema þjóðmál, heimsmál og stjórnmál!

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...100_0658

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband