11.2.2009 | 20:15
Forvitnilegir tímar kalla á krassandi keðjubréf
Jæja, þá er það komið á hreint. Kláðabólurnar þrjár voru víst bara ekta Flúða-flóabit eins og mig grunaði, en þær eiga það víst til að halda sig innan dyra og innan dýna þegar kalt er úti, blessaðar flærnar
En að allt öðru. Eins og mér finnst skemmtilegt að lesa svör annarra við alræmdum spurningalistum sem flæða alltaf annað slagið manna á milli í tölvupósti eða á Fésbókinni, finnst mér alveg hundleiðinlegt að svara slíku sjálf. Sérstaklega þykir mér leiðinlegt að sjá hversu lítið þeir hafa breyst í áranna rás. Er ekki löngu orðið tímabært að breyta þessum keðju-yfirheyrslum í takt við nýja tíma? Við lifum jú á tímum róttækra samfélagsbreytinga; tímum þar sem samkynhneigður kvenforsætisráðherra ræður ríkjum og Latex-hjúpaður Júróvisjónþátttakandi syngur hástöfum um flatlús og framhjáhald. Er ekki bara kominn tími fyrir opinskárri spurningalista á borð við þennan?:
Svæsnari spurningalistar sem vert væri að fá svör við (upphaflegar spurningar í grænu)
1. Varst þú nefnd/nefndur í höfuðið á einhverjum? Varst þú nefndur eftir getnaðarstað eða -mánuði (D: Aþena eða Ágúst)?
2.Hvenær gréstu síðast? Hvenær fékkstu það síðast?
3. Líkar þér við skriftina þína? Líkar þér við stærðina þína (strákar)? Líkar þér við lyktina þína (stelpur)?
4. Hvað er uppáhalds hádegisverðarkjötið þitt? Hver er uppáhalds hádegisstellingin þín?
5. Áttu börn? Áttu vörn?
6. Myndir þú vera vinur þinn? Myndir þú vera "vinur"/bólfélagi þinn?
7. Notast þú við kaldhæðni? Notast þú við hjálpartæki?
8. Ertu ennþá með hálskirtlana? Ertu ennþá með sogblettina?
9. Teygjustökk? Teygjustökk nakin/n?
10. Uppáhaldsmorgunkorn? Uppáhaldsmorgunstellingin?
11. Leysir þú reimarnar áður en þú ferð úr skónum? Leysir þú brjóstahaldarann áður en þú ferð úr buxunum?
12. Uppáhaldsísinn? Uppáhaldstæknin?
13. Hvað er það fyrsta sem þú tekur eftir í fari fólks? Hvað er það fyrsta kynferðislega sem þú tekur eftir í fari fólks?
14. Rauður eða bleikur? Ljósbláar eða harðbannaðar?
15. Hver finnst þér vera þinn stærsti galli? Hver er þinn stærsti galli í rúminu?
16. Hvaða persónu saknar þú mest? Hvaða fyrrverandi saknar þú mest?
17. Viltu að allir ljúki við þennan lista? Viltu að allir ljúki við þennan lista? ÓJÁ!
18. Hvaða litur er á buxunum og skónum sem þú ert í núna? Hvaða litur er á nærbuxunum sem þú ert í núna?
19. Á hvað ertu að hlusta núna? Hvaða lag kemur þér til?
20. Ef þú værir vaxlitur, hvaða litur værir þú? Ef þú værir titrari, hvað litur værir þú?
21. Uppáhaldslykt? Uppáhaldslíkamspartur?
22. Hvern talaðir þú síðast við í síma? Hvern klæmdist þú síðast við í síma?
23. Líkar þér við manneskjuna sem merkti þér þessa umræðu? Langar þig í manneskjuna sem merkti þér þessa umræðu?
24. Uppáhalds íþrótt til að horfa á? Uppáhalds X-rated myndbönd til að horfa á?
25. Háralitur? Háralitur neðanbeltis?
26. Augnalitur? Opin eða lokuð augu við fullnægingu?
27. Notar þú linsur? Notar þú pick-up línur (bara einhleypir)?
28. Uppáhaldsmatur? Uppáhalds forleiksmatartegund?
29. Hryllingsmynd eða góður endir? Klámmynd eða heimagert vídeó?
30. Hvaða mynd horfðir þú á síðast? Hvaða klámmynd horfðir þú á síðast?
31. Sumar eða vetur? Undir eða ofan á?
32. Faðmlög eða kossar? Faðmlög eða koddaspjall á eftir?
33. Hver er líklegastur til að svara þessum pósti? Hver er líklegastur til að svara þessum pósti?
34. Hver er ólíklegastur til að svara? Hver er of mikil tepra til að svara?
35. Hvaða bók ertu að lesa núna? Hvaða Tantra-bók ertu að lesa núna?
36. Hvaða mynstur er á músamottunni þinni? Hvaða Lady-Shave mynstur er á mottunni þinni (bara stelpur)?
37. Uppáhalds hljóð? Uppáhalds hljóð/orð við climax?
38. Róling stónes eða bítlarnir? Róla eða bíta?
39. Hvað er það lengsta sem þú hefur farið að heiman? Hvað er lengsti tími sem þú hefur enst?
40. Hefur þú einhvern sérstakan hæfileika? Hefur þú einhvern sérstakan hæfileika í rúminu?
41. Simpsons eða South Park? Trúboðinn eða Suður í Garð (69)?
42. Svör hvers hlakkar þig mest til að lesa? Svör hvers hlakkar þig mest til að lesa?
Svo nú er bara að spreyta sig á þessum uppfærða spurningalista, ef þið þorið, og senda á milli í tölvupósti. Fullri þagmælsku heitið!
Um bloggið
Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ætli Dulúð (sem hugsanlega breytist í Klámóð eftir þetta blogg) hefði birt svona undir nafni? Geri hún það skal ég svara!
Netverjinn (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 23:53
Þú ert svo mikill snillingur! Ef ég væri ekki svona mikil tepra, þá myndi ég hiklaust senda áfram! Ég vona að einhver taki sig til og geri það! :)
Aldan (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 00:00
Ha ha ha ha ha góð!!!!!
Miklu forvitnilegra að lesa svör við nýju spurningunum ;)
Hanna (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 09:34
Mér finnst nú að Dulúð hefði átt að láta svör fylgja við þessum spurningum fyrst að hún notar nú dulnefni.
Ingólfur (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 22:14
Góðir punktar, kæru kommentarar. Vissulega hefði verið skemmtilegra að láta svör fylgja þessum lista en eins og dulnefni höfundar gefur til kynna, vill hann ekki láta meira uppi en nauðsynlegt er um sína einkahagi. Kannski þegar atvinnuástandið rekur mig til þess að stofna einkamálasíðu, jafnvel undir dulnefninu Klámóð, verða svörin við þessum spurningum gefin upp. Neyðin kennir jú naktri konu að spinna...klámsögur!
Þangað til minni ég á að enn er hægt að senda mér svörin í tölvupósti, með eða án dulnefnis
Dulúð Jóns, 14.2.2009 kl. 11:55
Varst þú nefndur eftir getnaðarstað eða -mánuði (D: Aþena eða Ágúst)?
Nei
Hvenær fékkstu það síðast?
Á þessu ári
Líkar þér við stærðina þína (strákar)? Líkar þér við lyktina þína (stelpur)?
Hann þolir frekar að stækka en minnka
Hver er uppáhalds hádegisstellingin þín?
Á ekki við
Áttu vörn?
Oftast
Myndir þú vera "vinur"/bólfélagi þinn?
Ef ég væri stelpa eða samkynhneiðgur strákur ekki spurning
Notast þú við hjálpartæki?
Myndi ekki kalla það hjálpartæki en það er stundum notast við tæki
Ertu ennþá með sogblettina?
Neibb
Teygjustökk nakin/n?
Hvorki nakinn né klæddur
Uppáhaldsmorgunstellingin?
Á ekki við
Leysir þú brjóstahaldarann áður en þú ferð úr buxunum?
Stundum
Uppáhaldstæknin?
Ekki hugmynd
Hvað er það fyrsta kynferðislega sem þú tekur eftir í fari fólks?
Rassinn
Ljósbláar eða harðbannaðar?
Ljósbláar
Hver er þinn stærsti galli í rúminu?
Hef aldrei sofið hjá sjálfum mér
Hvaða fyrrverandi saknar þú mest?
Er með svo góða núverandi
Viltu að allir ljúki við þennan lista? ÓJÁ!
Hvaða litur er á nærbuxunum sem þú ert í núna?
Gráar
Hvaða lag kemur þér til?
I´m to sexy
Ef þú værir titrari, hvað litur værir þú?
Silfraður
Uppáhaldslíkamspartur?
Hjá kvennfólki... rassinn
Hvern klæmdist þú síðast við í síma?
Rauða torgið 299 kr/min.
Langar þig í manneskjuna sem merkti þér þessa umræðu?
24/7
Uppáhalds X-rated myndbönd til að horfa á?
Þær sem eru byggðar á þekktum bíómyndum
Háralitur neðanbeltis?
Sami og ofanbeltis
Opin eða lokuð augu við fullnægingu?
Lokuð
Notar þú pick-up línur (bara einhleypir)?
Alltaf
Uppáhalds forleiksmatartegund?
Eitthvað létt í maga
Klámmynd eða heimagert vídeó?
Ef ég ætti að leika í því... EKKI heimagert en flott fólk í heimgerðu frekar en plastgellur í klámmynd
Hvaða klámmynd horfðir þú á síðast?
Emmanuel in space
Undir eða ofan á?
Til skiptis
Faðmlög eða koddaspjall á eftir?
Kveðjukoss
Hver er líklegastur til að svara þessum pósti?
Enginn nógu hugrakkur held ég
Hver er of mikil tepra til að svara?
Dulúð
Hvaða Tantra-bók ertu að lesa núna?
Enga, reikna ekki með að lesa neina í framtíðinni
Hvaða Lady-Shave mynstur er á mottunni þinni (bara stelpur)?
Uppáhalds hljóð/orð við climax?
Ekki grænan
Róla eða bíta?
Róla
Hvað er lengsti tími sem þú hefur enst?
Tek ekki tímann
Hefur þú einhvern sérstakan hæfileika í rúminu?
Nei
Trúboðinn eða Suður í Garð (69)?
Sem kirkjurækinn maður vel ég trúboða
Svör hvers hlakkar þig mest til að lesa?
Allra
Klámhundur (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 18:30
Bravó, herra Klámhundur! Loksins e-r sem þorir að taka af skarið, jafnvel þó það sé undir dulnefni. Langar bara að vita eitt, hver merkti/benti þér á þessa umræðu sbr. svarið við spurningu 23?
Dulúð Jóns, 17.2.2009 kl. 19:37
Það var allavega ekki Dulúð Jóns, en þú máttir vona
Klámhundur (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 22:06
Haha, gott svar þótt mér hefði nú ekki dottið það í hug! Var að reyna að fiska eftir nafni núverandi kærustunnar þinnar. Ojæja, en minn missir semsagt... Mr. I'm to sexy
Dulúð Jóns, 22.2.2009 kl. 11:55
Varst þú nefndur eftir getnaðarstað eða -mánuði (D: Aþena eða Ágúst)?
Nei
Hvenær fékkstu það síðast?
Áðan
Líkar þér við stærðina þína (strákar)? Líkar þér við lyktina þína (stelpur)?
Stærðin er satt að segja fullkomin, hvorki of stór né of smár - passar vel.
Hver er uppáhalds hádegisstellingin þín?
standandi á baðherberginu
Áttu vörn?
Já - maður tekur ekki séns á öðru
Myndir þú vera "vinur"/bólfélagi þinn?
Ég er það nú þegar - eins og við flest...
Notast þú við hjálpartæki?
Fer eftir stund og stað.
Ertu ennþá með sogblettina?
Ennþá? Síðan hvenær? Sogblettir eru svoooo gaggó!
Teygjustökk nakin/n?
Aldrei.
Uppáhaldsmorgunstellingin?
Trúboði
Leysir þú brjóstahaldarann áður en þú ferð úr buxunum?
Á ekki við.
Uppáhaldstæknin?
Ég held að sé ekki til nafn - en að sleikja eyru kemur öllum til!
Hvað er það fyrsta kynferðislega sem þú tekur eftir í fari fólks?
Rassinn
Ljósbláar eða harðbannaðar?
harðbannaðar
Hver er þinn stærsti galli í rúminu?
Galli? Enginn skal ég segja þér!
Hvaða fyrrverandi saknar þú mest?
Byegones is bygones!
Viltu að allir ljúki við þennan lista? Já, takk!
Hvaða litur er á nærbuxunum sem þú ert í núna?
Engar slíkar núna.
Hvaða lag kemur þér til?
Jane Birkin & Serge Gainsbourg - Je T'aime... Moi Non Plus
Ef þú værir titrari, hvað litur værir þú?
Húðlitaður
Uppáhaldslíkamspartur?
Rassinn
Hvern klæmdist þú síðast við í síma?
Ég þekki ekki nafnið - en það var frekar óspennandi... ég skellti á...
Langar þig í manneskjuna sem merkti þér þessa umræðu?
mér var ekkert merkt..
Uppáhalds X-rated myndbönd til að horfa á?
www.youporn.com
Háralitur neðanbeltis?
Rakað
Opin eða lokuð augu við fullnægingu?
Klemmd aftur
Notar þú pick-up línur (bara einhleypir)?
Jább.
Uppáhalds forleiksmatartegund?
Matur og kynlíf passar ekki saman - ekki nema í bíó - enn annars aldrei!
Klámmynd eða heimagert vídeó?
Klámmynd - ekki spurning
Hvaða klámmynd horfðir þú á síðast?
Eitthvað á youporn sko...
Undir eða ofan á?
Fer eftir félaga
Faðmlög eða koddaspjall á eftir?
Hvorugt - gott að leggja sig bara
Hver er líklegastur til að svara þessum pósti?
Enginn.
Hver er of mikil tepra til að svara?
Dulúð
Hvaða Tantra-bók ertu að lesa núna?
Til hvers? I could write the bloody thing
Hvaða Lady-Shave mynstur er á mottunni þinni (bara stelpur)?
Uppáhalds hljóð/orð við climax?
Ein hávær langdregin stuna...
Róla eða bíta?
bíta
Hvað er lengsti tími sem þú hefur enst?
Hver veit
Hefur þú einhvern sérstakan hæfileika í rúminu?
Ójá!
Trúboðinn eða Suður í Garð (69)?
Trúboða - ég er karlmaður og get ekki einbeitt mér að tvennu í einu - þar með er 69 út úr myndinni
Svör hvers hlakkar þig mest til að lesa?
Allra
Graðnagli (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 23:05
Jæja Duluð, það eru tveir búnir að mana þig til að svara þessu krassandi kveðjubréfi þínu með því að segja að þú sért of mikil tepra til að svara því sjálf...
og miðað við svörin hjá Graðnagla þá ætti hann eiginilega að heita klám-undur
Klámhundur (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 12:30
Jahérna, ég segi ekki annað en það að staðan er 2-0 fyrir strákunum. Koma svo stelpur og svara! Sjálf er ég alltof mikil tepra til þess og viðurkenni það fúslega
Dulúð Jóns, 24.2.2009 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.