Fátt að frétta nema af fáeinum líkams- og samfélagslýtum

Jæja, ég tóri ennþá...en bara rétt svo.

Lifði síðustu helgi af þrátt fyrir forspár um áfengisdauða sem til allrar hamingju rættust ekki. Mín reyndist meira að segja ein fárra sem entust lengst fram eftir nóttu við drykkju og söng. Sama er þó ekki hægt að segja um röddina sem gaf sig um óttubil á föstudegi og er fyrst núna, viku seinna, að komast í eðlilegt horf.

Annað sem er búið að pirra mig alla vikuna er bakið á mér, þ.e. ekki bakið í heild sinni, heldur þrjár bústnar bólur á bakinu miðju. Nú er það alls ekki svo gott að mín hafi lifað bólulausu líferni fram til þessa. Ónei, síður en svo. Þetta ætti því ekki að vera neitt nýtt né fréttnæmt og þaðan af síður ástæða til að blogga um. En þar sem þessar þrjár sakleysislegu, rauðu bungur hafa gert mér lífið leitt síðastliðna daga og nætur með ofsakláða og sviðasting, verð ég bara að færa þær til tals enda fátt annað komist að í huga mínum síðan þær ákváðu að taka bakið á mér í gíslingu. En svona er ég bara...geri veður út af smámunum (svo kallið mig bara fröken Framsókn).

Er búin að prófa ýmis krem, heit böð og hugleiðslu (reyndi að beina bólunum í burtu með því að senda þeim banvæn hugskeyti) en ekkert virkar. Sem fær mig til að álykta að þetta séu engar venjulegar bólur heldur kannski bara flóabit úr sumarbústaðaferðinni, stjórnarkreppuexem, ráðherraruglingsútbrot, flokkaskiptaofnæmi, já eða kannski bara grænar Framsóknarbólur.

Vona innilega að lækning á þessum hvimleiða kláða mínum finnist um eða eftir stjórnarmyndunarhelgi...

Ef ekki, verð ég bara að stinga á þessum kýlum sjálf og sjá til hvort lundin léttist ekki við það að hleypa gömlum sjálfstæðisgreftri út, og láta vinstri græna vinda leika um bert bakið áður en ég skelli einum Jóhönnu-plástri á sárið. Býst samt fastlega við því að bera útrásarbóluör og skuldalýti það sem eftir er. Frown


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig stendur á því að þú ert ekki löngu búin að kalla á Garðar. Hann myndi mæta á mínútunni með nál og spritt

Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 14:47

2 Smámynd: Dulúð Jóns

Haha, já það er víst rétt. Var ekki búin að fatta það, en ég á stefnumót við dermatólóga á morgun svo þetta ætti alveg að reddast!

Dulúð Jóns, 8.2.2009 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)

Höfundur

Dulúð Jóns
Dulúð Jóns

Bloggar af lífi og sál um sín flóknustu vandamál og leyndustu einkamál, jafnvel blómkál. Eiginlega bara um allt nema þjóðmál, heimsmál og stjórnmál!

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...100_0658

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband