14.1.2009 | 11:27
Hinsta kveðja (eða bara ósmekkleg spámennska)?
Stjörnuspá
Tvíburar: Ef þú þarft að ganga frá trygginga- eða erfðamálum þá er þetta besti tíminn til þess. Hafðu líka aðra fjölskyldumeðlimi með í ráðum.
Ef þetta er ekki bara versta stjörnuspá sem ég hef fengið þá veit ég ekki hvað!
Vildi nú bara vera viss um að ná að kveðja áður en hún rætist, því ef ég skil þetta rétt er ekkert víst að ég verði nógu hraust eða lifandi á næstunni til að blogga meira...
...jæja, bless þá og sjáumst vonandi síðar (annað hvort hér eða í himnaríki, ég skal leggja inn gott orð fyrir ykkur við hliðið).
P.s. ekki búast við að erfa neitt eftir mig því ég á ekki neitt!
Um bloggið
Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hefur spákerlingin ekki bara verið að flýta sér full mikið? Ég held að hún sé bara að spá fyrir áfengisdauða 23 janúar og/eða 24 janúar?
Ingólfur (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 20:15
Haha, ekki örvænta, Nína mín. Þú ert ekki að yfirgefa okkur! A.m.k. munum við ekki leyfa þér neina slíka vitleysu fyrir Gólitól ferðina ;) Nema þá í formi áfengisdauða, eins og Ingólfur benti réttilega á.
Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 22:19
P.s. Flott mynd í hausnum á blogginu!
Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 22:20
Á ekkert að blogga um viðburði helgarinnar?
Ingólfur (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.