Eina flugfélagið sem er ekki á barmi gjaldþrots

Þar sem mín er þokkalega hugmyndasnauð þessa dagana, greip ég til þess öþrifaráðs (aftur) að gerast laumufarþegi og stela fari með annarra manna hugarflugi. Að þessu sinni á barnafarrými (Children's Class) hjá Pearl Air, sem er án efa öflugasta flugfélagið af þessu tagi. Áhöfnin í flugi 676 (tölustafirnir standa fyrir aldur áhafnarinnar; sex og sjö), sem ég naut þeirrar ánægju að fá að fljúga með fyrir nokkrum vikum, var samansett af litlum snillingum sem pældu stíft og spjölluðu saman á meðan þeir perluðu. Hér kemur smá sýnishorn af samræðunum sem mér tókst að hlera í Cockpittinum (Aka: perlustofunni). Og eins og gjarnan gerist í heimi fullorðinna, er það kafteinninn sem á alltaf lokaorðið. Svo spennið beltin og búið ykkur undir hugar-flugtak Police

Co-Pilot: Það er Hallóvín um helgina.

Captain: Nehei, við höldum ekki uppá það hérna.

Co-Pilot: Júhú, ég hef oft heyrt um það.

Captain: Þú hefur kannski heyrt það, en Íslendingar gera það ekki.

Co-Pilot: Júhúts, ég veit um marga sem halda uppá það!

Captain: Neheits, það er KREPPA svo það verður ekkert Hallóvín!!!

 

Stewardess: Þarf maður að fermast?

Co-Pilot: Jáhá, auðvitað þegar maður er fjórtán ára.

Captain: Nehei, maður ræður því sjálfur hvort maður gerir það.

Co-Pilot: Jú víst, það þurfa allir að fermast.

Captain: Neheits, sjáðu bara Harry Potter, ekki þurfti hann að fermast!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló halló fröken fjölmiðlafræðingur! Ég er stórhneykslaður á þessu endalausa barnabloggi þínu og vill fara að sjá alvöru ádeilu á þjóðfélagsmálin.

Ingólfur (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 18:43

2 Smámynd: Dulúð Jóns

Hehe, þú gleymir því að ég er ekki starfandi fjölmiðlafræðingur þessa dagana, auk þess sem ég er þreytt á alvörunni í þjóðfélagsumræðunni. Við ættum frekar að hlusta á yngstu kynslóðina og læra e-ð af þeim

Dulúð Jóns, 19.11.2008 kl. 19:08

3 identicon

Vá hvað ég er sammála Nínu, pælum í einhverju aðeins léttara en þessari andskotans kreppuvitleysu sem er að gera mann algjörlega vitlausan!!

Garðar (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 15:29

4 identicon

Dulúð mín, núverandi, fjarverandi eða fyrrverandi. Sem menntaður fjölmiðlafræðingur þýðir nú ekkert að segjast vera þreytt á alvörunni í þjóðfélagsumræðunni. Ef þú villt frekar hlusta á einfaldar barnasamræður þá held ég að þú ættir nú bara að setjast aftur á skólabekk og mennta þig í einhverju sem þú hefur meiri áhuga á.

Garðar sko, þessi andskotans kreppuvitleysa er ekki vitlausari en það að hún mun hafa gríðarleg áhrif á hvernig þú munt geta lifað lífi þínu á næstu árum eða hvort þú hreinlega munt geta lifað. Vandamálið hverfur ekkert þá þú lokir augunum og óskir að næst þegar þú opnar þau þá verði bara allt gott. Þú þarf þá að fá þér blindrastaf því þú munnt þá ekki opna augun í bráð.  Það er alveg fáránlegt að menntað fólk og þokkalega klárt í kollinum skuli geta sagt að það hafi ekki áhuga á þessu! Aldrei í heimssögunni hafa aðrar eins mannlegar hamfarir gengið yfir þjóð án þess að nokkur kjaftur skuli þurfa að bera einhverja ábyrgð. Í öllum venjulegum samfélögum myndi verkalýðshreyfingin vera með verkfallsaðgerðir og krefjast afsagnar manna sem bera ábyrgð en hér á landi hefur verkalýðshreyfingin svo mikilla hagsmuna að gæta að hún heimtar að okurvextir verði hvorki frystir né minnkaðir. Svo berast fréttir af mönnum sem tóku lán upp á hundruðir miljóna og jafnvel miljarða til hlutabréfakaupa en svo af því að hlutabréfin urðu verðlaus þá eru menn bara lausir allra mála. En það er nátturulega bara kreppuvitleysa og kemur almennum borgurum ekkert við sem eiga nú að borga upp svona útrásarvíkinalán af því að þeir mega ekki verða gjaldþrota því þá myndum við missa þessa prófesora úr bankakerfinu okkar! Ég geri mér alveg grein fyrir því að ég hef ekki áhrif á farveg kreppunnar með því að láta þetta fara í taugarnar á mér en maður lærir í svona árferði gagnrýna hugsun sem getur komið sér vel í framtíðinni. Ég veit bara að það er algört rugl að láta þessa menn sem komu okkur í þessa aðstöðu stjórna rannsókn og björgunaraðgerðum, við myndum ekki látta fyllibyttu sem keyrir inn í barnahóp skipuleggja björgunaraðgerðir á vettvangi!

Ingólfur (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 19:18

5 identicon

Ég hefði viljað mæla hjá þér blóðþrýsting á meðan á þessum skrifum þínum stóð!! Ætla nú samt ekkert að svara þessu neitt sérstaklega, auðvitað er margt rétt hjá þér þarna en margt frekar ýkt eins og svo oft áður eins og það að ég sé blindur og vitlaus og fleira!! Málið er að ég veit alveg af þessu öllu saman en ég hef bara allt of mikið margt annað við minn tíma að gera núna en að velta mér upp úr þessu allan daginn!! Auðvitað fer þetta ekki framhjá manni, fjölmiðlar sjá til þess og auðvitað er það bara hið besta mál að við séum vakandi en því miður, of lítill tími til þess að velta sér upp úr þessu, allavega frá mínum bæjardyrum séð!!

Garðar (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 20:14

6 identicon

Ég verð að viðurkenna að það fer svakalega í taugarnar á mér hvað þetta fólk sem ber ábyrgð á þessu bankahruni er flínkt í að benda á einhvern annan, mér verður oft þessa dagana hugsað til laglínunnar "Ekki benda á mig sagði varðstjórinn..." Það benda allir á e-n annan og eru svona líka saklausir og hafa engin mistök gert og þurfa því ekki að axla neina ábyrgð.

Sólveig (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 20:42

7 identicon

Jeminn eini! Geymdu ræðurnar fyrir heimasíðuna þína, Ingólfur! Og reyndu nú að gleðjast yfir sakleysi ungviðsins.

Snilldar blogg, Nína!

Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)

Höfundur

Dulúð Jóns
Dulúð Jóns

Bloggar af lífi og sál um sín flóknustu vandamál og leyndustu einkamál, jafnvel blómkál. Eiginlega bara um allt nema þjóðmál, heimsmál og stjórnmál!

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...100_0658

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband