29.10.2008 | 22:40
Söngvaseiður 2?
Skarpur félagi benti mér á það um daginn að með nýja starfinu væri ég eiginlega að feta í fótspor ekki ómerkari stjörnu en Maríu í Sound of Music og að ég hlyti barasta að vera syngjandi sæl allan daginn nú þegar ég væri föst í Söngvaseiði 2. Samlíkingin er alls ekki svo vitlaus, því mín er jú tiltölulega nýsloppin úr vernduðu umhverfi menntaklaustursins við Sæmundargötu og er nú umkringd uppátækjasömum krökkum á ýmsum aldri.
Hins vegar þyrfti að bæta svona 90 krökkum við Von Trapp fjölskylduna til að samlíkingin gengi upp og kandídatarnir í hlutverk Kapteins Von Trapp eru full ungir fyrir minn smekk (hér á ég við samstarfsmenn mína að sjálfsögðu!). Auk þess er þessi lélega leikkona rammfölsk, full gömul og gamalreynd til að leika hina óflekkuðu Maríu. Og sama hversu skemmtileg vinnan er og hversu jákvæð ég reyni að vera, koma stöku dagar þegar mig langar mest til að hlaupa upp í næstu snjóbrekku og syngja þennan ó-Maríulega söng:
Do er dofin heyrnartaug,
Re er rest af röddinni,
Mí er mígreni í haus,
Fa er fangi í föndurkrók,
So er Solla sem mig sló,
La er langar í romm í kók,
Tí er tína upp tau og skó,
Byrjum aftur svo á do-o-o-o!
Do, re, mí, fa, so, la, tí, do!
Um bloggið
Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú getur nú huggað þig við að þetta er bara tímabundin vinna, en ég man samt hvað hávaðinn í krökkunum í Melaskóla var pirrandi (langverst þegar verið var að borða) enda fór hávaðinn þá yfir leyfileg hávaðamengunarmörk.
Sólveig (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 22:57
Er hægt að nálgast þessa mynd á næstu vídjóleigu :)
Ingólfur (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 23:10
Hahaha, snilldar söngur og ég get bara ekki beðið eftir að myndin komi í kvikmyndahús!! :)
Garðar (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 23:27
Hehe, já þessi mynd er væntanleg og verður sumarsmellur næsta árs, svona eins og Abba var í ár
Annars vildi ég nú taka það fram að ég ýkti nokkuð í þessari færslu og tók mér soldið mikið skáldaleyfi. Ég hef til dæmis aldrei fengið mígreni og það er heldur engin Solla og ég hef ekki verið lamin...ennþá. Ástandið er því alls ekki eins slæmt og ég lét það líta út!
Dulúð Jóns, 31.10.2008 kl. 18:52
Hvaða, hvaða, það er nú um að gera að taka sér skáldaleyfi. Þýðir ekkert að útskýra það eða afsaka eftir á. En ég er viss um að löngun þín í romm og kók hafi ekki verið ýkt hið minnsta
Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 12:09
Já, þú átt kollgátuna með rommið Guðrún mín!
Dulúð Jóns, 2.11.2008 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.