20.10.2008 | 22:30
Nógu einföld uppskrift að uppeldi fundin - nú er bara að halda sig við hana
Núú...talar þú íslensku?
Ertu með barnatennur?
Er til brauð með spæjó og tómatsósu?
Þetta eru aðeins örfá dæmi um þær spurningar sem dundu á mér fyrsta daginn í nýju vinnunni. En mín sagði semsagt skilið við PR (Public Relations) consultant framann á miðvikudaginn og hóf nýjan feril sem leiðbeinandi á TH (tómstundaheimili) á fimmtudaginn.
Þið getið ekki ímyndað ykkur hvílíkur léttir það er að takast á við nýjar ögrandi spurningar, allt öðruvísi ábyrgð og hugsandi fólk undir 1,50 á hæð. Það er erfitt að lýsa því hversu góð tilfinning það er að koma heim úr vinnu með brunasár á puttunum eftir að hafa straujað perlur í tonnavís, í stað bólginna fingra eftir tölvutikk allan liðlangan daginn.
Það hefur þó ýmislegt breyst síðan mín var upp á sitt besta í barnapössunar- bransanum, nú heyrir maður t.d. ekki lengur "Allir krakkar" sungið hástöfum heldur heilu Abba-syrpurnar og grafalvarleg samtöl um engilsaxneskar þýðingar eiga sér stað í föndurstofunni:
Gutti 1: Veistu hvað beibí þýðir?"
Gutti 2: Jahá, það þýðir barn!"
Gutti 1: Nehei, það þýðir elskan!"
En megináherslurnar eru samt ennþá þær sömu; vænn slatti af þolinmæði, vel útilátinn skammtur af aga, pláss fyrir útrás og feikinóg af skemmtun. Á meðan ég held mig við þessa "auðveldu" uppskrift að barnauppeldi, ætti allt að ganga smurt fyrir sig, ekki satt? Þetta verður örugglega pís of keik eða bara kökusneið eins og föndurstofuþýðendurnir myndu segja.
Um bloggið
Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hehe..
Gangi þér vel á nýja staðnum ;)
hanna (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 09:12
Hahaha, þetta eru greinilega ný og krefjandi verkefni sem bíða þín, það er á hreinu. En til hamingju með að vera hætt hinu leiðinlega starfi og komin með nýtt starf alveg um leið, glæsilegt!! Gangi þér vel!!
Garðar (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 14:02
Til hamingju með að vera laus við gamla vinnustaðinn og byrjuð á nýjum :) Ég vona að þú náir núna að starta hinu þýska ofurskipulagsforriti og náir að vinna í ritgerðardruslunni á morgnanna og er svo ekki málið bara að fara í doktorinn næsta haust ;)
Sólveig (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 09:05
Ég er nokkuð viss um að Dr.Phil hafi gefið út bók sem gæti komið sér vel að lesa fyrir nýju vinnuna.
Ingólfur (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 10:03
Mér þykir þú hugrökk að ætla takast á við þessi skrýmsli! Farðu varlega og notaðu hjálm!
Gangi þér vel!
Alda (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 12:13
Takk fyrir velgengisóskirnar...ekki veitir af! Jú, ég get örugglega fundið bók eftir Dr. Phil um hvernig meðhöndla skuli lítil skrýmsli. Og eftir að þessu skólaári lýkur verð ég ábyggilega orðin svo góð í skrýmslastillingum (án hjálms og hjálpartækja) að ég get farið í doktorinn í barnasálfræði
Dulúð Jóns, 25.10.2008 kl. 16:42
Hamingjuoskir fra sudurhveli jardar
Gudrun Jona (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.