Ég tek Dr. Phil/Hr. Haarde - leiðina á kreppuna

Jæja, mín var komin með mega-móral yfir að hafa ekki bullað/bloggað neitt í óratíma. Hlýtur að hafa verið einstaklega langdreginn tími fyrir þessa heilu þrjá heimsóknargesti, sem líta hérna inn daglega að meðaltali. Þetta er líka búin að vera langdregin bið hjá mér undanfarið því nú tel ég bara niður dagana þar til ég slútta í djobbinu og get varla beðið eftir að losna. Jafnvel þótt það séu að renna á mig tvær grímur eftir atburði síðustu daga. Kannski ekki alveg besti tíminn til að leggja í atvinnuleit í áskollinni krepputíð. En ég er samt hóflega bjartsýn um framhaldið, í það minnsta svona rétt í blábyrjun Seinna Ástandsins. Kannski neyðist ég til að flytja í bragga og dansa við rússneska dáta (sem koma hingað til að verja okkur fyrir bálreiðum Bretum og fljúgandi fúlum Hollendingum), til að eiga í mig og á, þegar á líður þessa kreppu (sem mér skilst að geti flutt okkur aftur um áratugi). Verst hvað ég hef lítið úthald í kósakkadans og Vodka drykkju.

Ég hef þó líklega verið of kærulaus og værukær því ég brunaði ekki í Bónus um helgina til að hamstra dósamat, né krúsaði upp í Korputorg til að kaupa hillur undir dósamatinn. Ég hef heldur ekki í hyggju að fjárfesta í frystikistu svo ég geti fyllt hana af slátri og öðrum gourmet innmat á tilboði. Ég hef þess í stað ákveðið að Haardera þessa heimskreppu og halda mínu striki þar til hún líður hjá. Ef allt fer á versta veg, get ég sest niður og skrifað bók um kreppuna og hvernig halda skuli kúlinu þegar allt er í krappinu.

Mér skilst nefnilega að svonefndar sjálfshjálparbækur gefi vel í aðra hönd og væntanlega enn meira þegar ástandið er svona svart. Allavega hef ég lært af hinum snjalla spunameistara Dr. Phil, að ekkert vandamál sé nógu ómerkilegt til að ekki sé hægt að skrifa um það bók og hagnast á því. Og ekki sakar að hafa eigin sjónvarpsþátt til að auglýsa bækurnar svo hægt sé að græða meira. Mér ofbýður beinlínis plöggið sem sjónvarpssálinn púllar í þessum mannskemmandi þáttum sínum. Hér eru nokkur dæmi:

Dr. Phil við skilnaðarparið: „Viljiði laga sambandið? Ég skrifaði þessa fínu bók sem þið ættuð að kynna ykkur..."

Dr. Phil við feita gaurinn: „Viltu léttast? Leyfðu mér að segja þér frá bók sem ég skrifaði..."

Dr. Phil við foreldra "ofvirka" krakkans: „Er hann að gera ykkur brjáluð? Þá ættuð þið að kynna ykkur þessa snilldarbók sem ég samdi..."

Og nýjasta bókin hans, sem á pottþétt eftir að slá í gegn hjá Íslendingum eftir atburði síðustu daga; Real life - A crisis may change your life. But it doesn't have to ruin it.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HEY!!! Ekki dissa dr.Phil svo ég heyri (eða lesi)!!!

Ingólfur (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 21:04

2 identicon

Karlgreyið þarf bara að láta frúna lesa eina af bókunum sínum, því hún er víst að spá í að skila honum.

Sólveig (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 21:12

3 identicon

Hahaha, sammála þér með spunameistarann hann Dr. Phil!! Það er sko maður sem ég hef sko ekki mikið álit á, eiginlega bara ekkert álit á!!

En ég er sammála þér með þessa leið sem þú ætlar að fara, best að taka bara rólegu leiðina á þetta, finnst allir vera gjörsamlega að tapa vitinu hérna á landinu yfir þessu, held við ættum bara öll að halda ró okkar og ekki mála skrattann 18 sinnum á vegginn þegar hann er bara kominn þangað að hluta til, kannski tvisvar!!

Garðar (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 01:07

4 identicon

á ekkert að blogga um frægðarför í tölvuheimum?

Ingólfur (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 18:24

5 Smámynd: Dulúð Jóns

Ok, ok ég skal hætta að dissa Dr. Phil í bili en það verður fróðlegt að sjá hvernig hann reynir að snúa almenningsálitinu sér í vil ef frúin skilar honum

Jú, það er fín hugmynd fyrir næsta blogg Ingólfur. Hefði samt ekki getað þetta án þín! 

Dulúð Jóns, 12.10.2008 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)

Höfundur

Dulúð Jóns
Dulúð Jóns

Bloggar af lífi og sál um sín flóknustu vandamál og leyndustu einkamál, jafnvel blómkál. Eiginlega bara um allt nema þjóðmál, heimsmál og stjórnmál!

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...100_0658

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband