Ég er lítil blóthölt mús sem langar að vera öskurapi

Fari það í ljótar límónur #!%&*+#! (já, þetta blót var inspírerað af nýju þemamyndinni minni) Oj mæ God, hvað er eiginlega galt við mig??? Fyrsti dagurinn í endurnýjaða ritgerðarátakinu mínu og ég nota hann til að blogga og blóta um leið. Hérna sit ég í þvílíkum kjöraðstæðum; alein og yfirgefin í uppáhaldsbyggingunni minni Odda, við uppáhaldsborðið mitt með öll mín gögn og enga truflun frá kvölddagskrá sjónvarpsstöðvanna. En hvað gerist? ...Einfaldlega ekki neitt, ég virðist bara ekki geta komið mér að verki.

Hólí sjitt #!%&*+#! hvað mig langar að öskra, orga, bölva og ragna. Læt þó nægja að gera það þögult og pent á prenti í þetta sinn því ekki vil ég vera borin út úr byggingunni í spennitreyju með bundið fyrir fúlan túlann (húsvörðurinn er nefnilega farinn að gera sér grunsamlega margar ferðir framhjá mér, eins og hann gruni að ég muni henda mér gargandi og æpandi á marmaragólfið þá og þegar).

Kannski er þetta akkúrat vandamálið, að ég byrgi svonalagað inni í stað þess að fá útrás fyrir allar þær ópenu hugsanir og þau ljótu orð sem leynast í annars ritstífluðu heilabúi mínu. Kannski mér myndi ganga betur ef ég myndi öskra almennilega svona einu sinni (nokkuð sem ég man ekki eftir að hafa gert síðan ég var krakki, nema ef vera skyldi í tívolítæki á efri árum). Já, eða bara fara með nokkur vel valin blótsyrði hátt og snjallt (það mætti jafnvel gera ofan í fötu inni vaskahúsi ef maður er hræddur um að einhver heyri til).

Ég er bara alls ekki frá því að þetta sé góð hugmynd fyrir bælda og skælda mús eins og mig. Kannski ég byrji bara að æfa mig í kurteisisbindindi inni í kústaskáp í kvöld og færi mig svo yfir í bölv inni á baðherbergi í næstu viku. Ef vel gengur efni ég svo til allsherjar hópleika í næstu sumarbústaðaferð þar sem keppt verður í blótfimi, frekjustökki og öskurhlaupi. Bara spurning um að finna bústað nógu fjarri mannabyggðum! Hver vill gerast svo djarfur og dónalegur að taka þátt í svona tilfinningalegu útrásarátaki með mér? Bæði dannaðar dömur og ljúfmæltir herramenn eru hvattir til að skrá sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pant ég!  - - - ég er náttúrulega annálað ljúfmenni þó ég sé ekkert sérstaklega penn í orðalagi eða framkomu...

Karl Ágúst (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 02:29

2 identicon

Hvar a madur ad skra sig? Eg vil lika øskra og bølva og ragna

Eyvinda (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 14:31

3 identicon

Ég er geim!

Aldan (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 07:32

4 identicon

ég þarf svo sannarlega að fá útrás... sign me up

hanna (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 11:23

5 Smámynd: Dulúð Jóns

Frábært! Þá byrja ég bara strax að skipuleggja Útrásarleikana 2009, allir að byrja að þjálfa sig svo við verðum komin í gott blótform næsta sumar

Dulúð Jóns, 7.9.2008 kl. 12:33

6 identicon

Ég kem sko líka, held að allir hafi gott af þessu!!!

Garðar (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)

Höfundur

Dulúð Jóns
Dulúð Jóns

Bloggar af lífi og sál um sín flóknustu vandamál og leyndustu einkamál, jafnvel blómkál. Eiginlega bara um allt nema þjóðmál, heimsmál og stjórnmál!

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...100_0658

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband