Boring, snoring, lying, working girl!

Jæja, þá er mín búin að uppgötva ansi slæman ósið sem er nýlega búinn að bætast í annars yfirfulla ósiðakompuna. Mín er farin að nota nýju vinnuna sem afsökun fyrir að gera ekki neitt annað. Síðustu dagana hafa setningar eins og svörin við þessum góðu og gildu spurningum, laumast út fyrir óforskammaðar varir mínar:

Góð spurning I (oftast spurð af góðum vinum sem hafa þann óskiljanlega ávana að lesa bloggið mitt) :  „Á ekkert að fara að blogga?"

Bad habit svarið mitt: „Æi, ég er fyrir framan tölvuskjáinn allan liðlangan daginn svo ég vil helst ekki kveikja á tölvunni þegar ég kem heim."

(True thinking svarið mitt: „Ég er illa haldin af leti og aumingjaskap þessa dagana og blogg er það síðasta sem ég nenni að hugsa um.")

 

Góð spurning II (oftast spurð af móður minni og góðum vinum sem þekkja mig og mína ósiði alltof vel): „Ertu búin að gera eitthvað í ritgerðinni?"

Bad habit svarið mitt: „Æi nei, ég er bara svo voðalega þreytt eftir vinnuna á kvöldin og um helgar."

(True thinking svarið mitt: „Fjandinn, á nú að láta mann fá samviskubit yfir að eyða dýrmætum tíma í svefn og sjónvarpsgláp enn eina ferðina.")

En nú er ég semsagt búin að átta mig á því að þetta gengur ekki lengur og tími til kominn að moka út úr ósiðakompunni sem er farin að stinka af lygasagga og úldnum afsökunum. Og ekki veit ég betri tíma til þess en einmitt núna þegar maður er nýlega orðinn árinu eldri og vonandi vitrari (þó ég leyfi mér að efast um það) og þjóðhátíðarfánar blakta til áminningar um að sjálfstæði kostar þrotlausa vinnu. Næsta ár legg ég svo til atlögu við annan ósið of mine og sópa út enskuslettunum!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með afmælið, bloggið og endurnýjaðan baráttuanda í ritgerðinni. Verðum samt að láta eftir okkur að labba eitthvað um helgina fyrst við gerðum það ekki um síðustu helgi.

Ingólfur (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 17:40

2 identicon

Ingólfur!  Nína er búin að vinna tvo stórsigra, þ.e. farin að blogga aftur og búin að dusta rykið af ritgerðinni, og þá kemur þú með enn eina kröfuna. Öss!

Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 23:44

3 identicon

Á maður ekki að hamra járnið á meðan það er heitt???

Ingólfur (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)

Höfundur

Dulúð Jóns
Dulúð Jóns

Bloggar af lífi og sál um sín flóknustu vandamál og leyndustu einkamál, jafnvel blómkál. Eiginlega bara um allt nema þjóðmál, heimsmál og stjórnmál!

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...100_0658

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband