Gaggó grimmast

Jæja, þá erum við loksins búin að éta Svíagrýluna með sveittri húð og síðu hári til tilbreytingar í stað þess að láta hana snæða okkur í hvert mál sem við hittumst á vellinum. Til hamingju Ólympíufarar og verði ykkur að góðu! En burtséð frá öllu því sem gulir og bláir Svía-jävlar hafa gert á hlut okkar í gegnum tíðina, verður að viðurkennast að þeir eru öðrum þjóðum fremri þegar kemur að problemlösning. Þetta kemur berlega í ljós þegar rýnt er í félagslega kerfið þeirra, fyrirtækjarekstur og kvikmyndagerð.

En sænskar bíómyndir eru einmitt umfjöllunarefni mitt að þessu sinni og þá sérstaklega ein tegund sem ég vil meina að Svíarnir séu frumkvöðlar að, nefnilega unglingamyndirnar. Og þá á ég ekki við klisjukenndar gelgjumyndir þar sem hallærispía fellur fyrir kúl gæja, halló gellan fer í meik-over hjá kúl klíkunni, kúli gaurinn tekur loksins eftir fyrrv. halló gellunni sem þá er orðin ný-kúlisti og býður henni á Promballið þar sem þau eru krýnd kóngsi og drolla með pompi og prakt. Nei, sænsku táningarnir þurfa svo sannarlega að hafa meira fyrir hlutunum en amerískir jafnaldrar þeirra og happy ending fæst ekki bara með vangadansi og kossi í þemaskreyttum skólasal, ef hann næst þá, en það er alls ekki algilt.

Hver man ekki eftir hinni lesbísku Agnesi sem varð hrifin af bestu vinkonu sinni í myndinni Fucking Åmål eða hræðilegum örlögum Lilyu sem var neydd út í vændi í Lilya 4-ever. Á föstudaginn var, sá ég svo enn eina snilldarmyndina úr stórum hópi sænskra verðlaunamynda sem „handlar om tonåringsproblemer". Sú heitir Hip, hip hora! og fjallar um Sofie sem elst upp hjá einstæðum föður sínum sem einnig er kennari í gagnfræðaskólanum sem hún er að hefja nám í ásamt tveimur æskuvinkonum sínum. Þær hlakka allar mikið til að byrja í 7. bekk og hugsa sér gott til glóðarinnar að geta sótt partýin með eldri bekkingum, ekki síst til að hitta sér eldri stráka.

En margt fer öðruvísi en ætlað er og fyrsta misserið í gaggó verður helvíti líkast fyrir Sofie sem kynnist gaggó verst í sinni grimmustu mynd. Ég ætla ekki að segja meira því ég mæli eindregið með því að allir sem höfðu e-ð betra að gera á föstudagskvöldi en glápa á RÚV, leigi sér þessa mynd á DVD. Ég ætla heldur ekki að ganga svo langt að segja að ég hafi upplifað nokkuð í líkingu við það sem Sofie lenti í, á mínum ungdómsárum en ég get fullyrt að ég og allir sem gengið hafa í gaggó, geta fundið einhverja samsvörun við þá reynslu í þessari mynd.

Og ef maður þykist vera orðinn of gamall til að finna samsvörun með unglingsstúlkum en ekki orðinn nógu gamall til að samsama sig foreldri sem strögglar við að ala upp ungling, getur maður þó fundið til samkenndar með báðum þessum aðilum. Ég meina, hver getur ekki fundið til með ráðþrota föður sem reynir að segja dóttur sinni að klæða sig minna eggjandi eða grátið með bólugrafinni unglingsstúlku (já, það er ekki einu sinni reynt að meika yfir það eins og hjá stöllum hennar í Hollywood) sem allir virðast snúa baki við. Ef þetta er ekki nógu sannfærandi, þá ætti hið fræga tomatsås/handjobba-atriði með þeim Sebbe og Sofie að vera nægileg skemmtun til að allir unnendur góðra mynda hlaupi út á leigu. Så skynda dig!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hjartanlega sammála þér með þessa mynd. Unglingur í sveitinni lánaði mér hana þegar ég var í Öxarfirðinum og mér fannst myndin svo mikil snilld að ég vildi að hún yrði sýnd í lífsleikni tímum í unglingadeildinni. Sá í Kastljósi (eða öðrum álíka miðli) fyrir nokkrum mánuðum að það er einmitt í gangi í einhverjum skóla á höfuðborgarsvæðinu.

Fyndið samt atriðið með tómatsósuna, því ég man eftir þessum brandara frá því við vorum unglingar, í þá gömlu, góðu daga.

Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 12:04

2 Smámynd: Dulúð Jóns

Já, þú ættir endilega að gera það á næsta skólaári. Veit líka að hún var sýnd í unglingadeild á Ísó til að hvetja krakkana til umræðna um stöðu kynjanna.

Dulúð Jóns, 3.6.2008 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)

Höfundur

Dulúð Jóns
Dulúð Jóns

Bloggar af lífi og sál um sín flóknustu vandamál og leyndustu einkamál, jafnvel blómkál. Eiginlega bara um allt nema þjóðmál, heimsmál og stjórnmál!

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...100_0658

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband