ALLTAÐGERASTÍEINU!

Dagar svartasta þunglyndis og kvíða eru liðnir hjá, þökk sé móður jörð (aka: hinni jarðbundnu móður minni) og góðum vinum (ykkur sem lesið þetta bull og væl í mér). Loksins er eitthvað að gerast sem gefur lífi mínu bjartari lit og eiginlega allt litrófið því það er bara allt að gerast í einu hjá minni núna. Og hvernig er hægt að vera blue þegar svona viðburðir gerast allir í sömu vikunni!?!

Í fyrsta lagi...er ég loksins búin að fá vinnu hjá alþjóðlegu almannatengsla-fyrirtæki sem skartar eldrauðum sófa í hjarta skrifstofunnar, fer eftir; "go-go", "brutal honesty" og "no rules" stefnu og hefur "strict dress code" fyrir starfsmenn. Svo nú er bara að standa upp úr græna, lúna hægindastólnum, hrista af sér slenið og skipta út fataskápnum. Skræpóttu hippafötin mín verða því miður að víkja fyrir svart-hvítum samsetningum en það fylgir því víst að fullorðnast, ekki satt?

Í annan stað...er 3 daga Júróvisjónveisla framundan með tilheyrandi litagleði og hátíðahöldum fyrir augu og eyru. Vonandi ná FriðReg og ÓmÍna að slá stjörnuryki í augu Evrópubúa þar sem hann úúsar allur af gervibrúnku og tannhvíttun og hún sprangar um sviðið á skærbleikum hælaskóm. Af þessu tilefni er einfaldlega ekki hægt annað en hætta að mála skrattann á vegginn og gleðjast með artistum og aðdáendum sem kenna sig við alla regnbogans fánaliti!

Í þriðja lagi...er hinn súkkulaðibrúni, mexíkóski bróðir minn á leið til landsins frá Porgal. Þaðan sem ég vona að hann komi með sól og hlýju handa mér svo ég geti klæðst litríkum sumarfatnaði mínum (utan vinnu að sjálfsögðu!). Hann mun án efa setja lit sinn á heimilislífið næstu tvær vikurnar sem og skemmtanalífið ef ég þekki hann rétt. Hver veit nema maður dýfi sér með honum í blátt lón, tékki á gullnum fossi og klifri á rauðum hólum. Svo er aldrei að vita nema maður troði sér í grænan salsakjól og smelli bleikri rós í hárið eftir nokkra sopa af glæru tekíla!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með djobbið!

Hanna (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 10:00

2 identicon

Hjartans hamingjuóskir með þína fínu, fínu nýju. Hvaða tengslafyrirtæki er þetta og hvað gerirðu?

Netverjinn (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 17:38

3 identicon

Til hamingju med jobbid!! Og goda skemmtun yfir jurovision og med bruna brodurnum

Eyvinda (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 18:02

4 identicon

Til hamingju með nýja starfið og komu bróðursins, júróvisjón og bara allt saman!

Aldan (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 20:37

5 identicon

Frábært að heyra, innilega til hamingju með nýja djobbið!! Ég vissi að þeir myndu vilja fá þig til lið við sig!! :) Hlakka til eurovision og allt það og það verður gaman að sjá hvernig sá mexíkóski mun skemmta sér í djamminu hér heima!!!

Garðar (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 20:55

6 Smámynd: Dulúð Jóns

Takk, takk, takk, takk og takk! Fyrirtækið heitir GCI og ég mun sjá um heimasíðuskrif og fjölmiðlatengsl fyrir ýmsa kúnna. Byrja líklega fyrir bílaumboð (já, ég veit vel að ég hef ekki hundsvit á þeim en mér skilst að þannig vilji þau hafa það svo textinn verði hlutlaus og litist ekki af áhugasemi). Svo ég hlakka bara til að starta! 

Annars færi ég sorgarfréttir af honum brúna bróa mínum því hann neyddist til að fresta ferðinni þar sem hann fékk ekki frí frá sinni vinnu. Vonandi kemst hann í júní en annars verð ég bara að vera dugleg að vinna og þéna svo ég geti skroppið til Mexíkó næsta sumar

Dulúð Jóns, 21.5.2008 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)

Höfundur

Dulúð Jóns
Dulúð Jóns

Bloggar af lífi og sál um sín flóknustu vandamál og leyndustu einkamál, jafnvel blómkál. Eiginlega bara um allt nema þjóðmál, heimsmál og stjórnmál!

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...100_0658

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband