Óþægilega nákvæm "vísindi"

Ég er farin að halda að fröken Holiday Mathis sem sér um stjörnuspána hjá Mogganum, þekki mig prívat og persónulega. Nei, annars trúi ég því frekar að það sé bara dulnefni og í rauninni sé hún einhver dúddi sem heitir Halldór Matthías sem liggur á gluggunum hjá mér og hlerar símann minn á milli þess sem hann semur spána. Já, ég er reyndar alveg viss um að hann sé sérlegur eltihrellir minn (ótrúlega gott orð sem e-r fann upp á yfir stalker!). Hvernig gæti hún/hann annars vitað svona vel hvað hefur gengið á hjá mér síðustu vikur og mánuði!?!

Stjörnuspá

5. maí Tvíburar: Það er gott að þú ert með egó. Án þess hefðir þú helmingi minni drifkraft til að ná árangri. En egóið vill svo mikið. Muntu nokkurn tímann fá næga ást?

2. maí Tvíburar: Fyrsta skrefið í að lífga upp á sjálfan þig felst í að viðurkenna að þér hefur leiðst. Orkan hverfur þegar þú ert áhugalaus gagnvart viðfangsefnunum. Finndu ný.

28. apríl Tvíburar: Þú gerir þér grein fyrir að það verða alvarlegar afleiðingar af því að vera ekki snöggur núna. Þú verður að vera ögrandi í hugsun og framsýnn.

26. apríl Tvíburar: Jafnvel þótt þú hafir engan tíma, skaltu finna tíma handa vinum þínum. Ef það er valdabarátta á milli framans og vinanna, leyfðu þá vinunum að vinna.

21. apríl Tvíburar: Þú ert svo upptekinn í dag að þú sérð að þú varst áður að eyða tíma til einskis. Ekki sekúnda má fara til spillis. Haltu þig við það sem þú verður að klára í dag.

20. apríl Tvíburar: Stjörnurnar undirstrika alla orkuna sem býr í þínu sterka hjarta. Þú er til í að hætta hverju sem er, jafnvel lífinu, til að fylgja draumum þínum.

14. apríl Tvíburar: Þegar þú hagar þér á agaðan hátt, láta áhrifin ekki á sér standa. Þú sérð strax að þú ert á réttri leið. Ekki hætta þegar allt gengur vel.

6. apríl Tvíburar: Þú hefur lært nóg. Nú er tími til að nota þekkinguna. Burt með allt sem dreifir huganum og einbeittu þér. Ekki verða hissa ef tíminn flýgur burt

2. apríl Tvíburar: Ný sýn á vinnuaðstæður reynist frelsandi. Það er ekki vandamálið sjálft sem veldur þjáningunum, heldur viðhorf þitt til vandamálsins.

1. apríl Tvíburar: Ef þú ert einhleyp/ur mun ástin banka upp á í líki góðs vinar. Þeir sem eru lofaðir munu upplifa nýjar hæðir í sambandinu.

30. mars Tvíburar: Að reyna að skilja hvað aðrir vilja er nóg til að taka þig á taugum núna. Þú ferð fyrst að framleiða þegar þú verður óháður. Sinntu bara eigin duttlungum.

26. mars Tvíburar: Það þarf að leggja sig fram til að öðlast mikilleika. Verkefnið þitt lagast til muna þegar þú og aðrir eyðið tíma í það. Ekki skila því fyrr en það er alveg tilbúið.

25. mars Tvíburar: Leystu af þér gamlan bagga og hentu honum strax. Það er enginn tími til að bjóða hann upp á netinu eða selja hann í Kolaportinu. Út með hann!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fröken Holiday Mathis? Það er nú gervilegasta gervinafn sem ég hefi nokkrusinni heyrt! En hvenær hætti Francis Drake að skrifa stjörnuspánna??

P.s. Nú þurfti ég að leggja saman sautján og átta. Kommon!  

Netverjinn (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 21:01

2 identicon

Þessi stjörnuspá er samt agaleg að því leyti að hún ruglar svo í þér. Eina stundina eru hvött til að drífa verkefnið þitt af, aðra er þér ráðlagt að finna þér önnur viðfangsefni.

Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 13:47

3 Smámynd: Dulúð Jóns

Já, ég er alveg sammála því að þetta er algert rugl þ.e. reikningsdæmin, gervinöfnin og stjörnuspáin. Ég vil þó taka það fram að ég les hana ekki morgnana og hugsa með mér: "nú já, svona verður þá dagurinn í dag hjá mér!" eða "best að gera ekki neitt í dag af því að spáin segir mér að taka það rólega." Það er frekar þannig að ég skoða þetta þegar dagurinn er liðinn og hugsa; "já þetta gæti alveg passað, nokkurn veginn svona var þetta í dag"

Dulúð Jóns, 13.5.2008 kl. 18:15

4 identicon

Eg er løngu hætt ad lesa stjørnuspar, thar stendur bara alltaf ad eg se blønk... og thad er svosum alveg rett en thad er nu otharfi ad nua manni thvi um nasir daglega! En ekki skritid ad verkefnid hafi gengid upp og ofan hja ther, allt frøken Mathis ad kenna, alveg viss um thad!!Misvisandi skilabod fra thessari gellu mar! Eitthvad  nytt eftir øll vidtølin? Mer finnst thad hetjulegt ad hafa farid i 3;)

Eyvinda (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 17:29

5 Smámynd: Dulúð Jóns

Hehe, já fjármálaráðgjöf stjarnanna er víst ekki alveg sú besta og oft mjög misvísandi skilaboð þar! Nei, ekkert nýtt að frétta ennþá

Dulúð Jóns, 15.5.2008 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)

Höfundur

Dulúð Jóns
Dulúð Jóns

Bloggar af lífi og sál um sín flóknustu vandamál og leyndustu einkamál, jafnvel blómkál. Eiginlega bara um allt nema þjóðmál, heimsmál og stjórnmál!

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...100_0658

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband