Þegar góða samfélagsköku gjöra skal

Ég átti erindi í súpermarkað um daginn sem er nú ekki í frásögur færandi. Nema hvað ég staldraði aðeins við í bökunarvörudeildinni þar sem bakarinn á heimilinu (onei, ekki láta ykkur detta í hug að það sé ég!), fjárfesti í okur-poka af kartöflumjöli.

Hmm... kartöflumjöl, það hlýtur nú bara að vera eitt minnst aðlaðandi bökunarvöruheitið sem um getur. Kókosmjöl, súkkulaðispænir, vanilludropar, sýróp, kanill, döðlur, möndlur, rúsínur, suðusúkkulaði og kakó hafa miklu exótískari hljóm og setja svip sinn og keim á innkaupalistann, svo ekki sé nú minnst á deigið sjálft. Sama er hins vegar ekki hægt að segja um öll þau þurrefni sem heita bæði óspennandi og þurrum nöfnum eins og hveiti, spelt, matarsódi, lyftiduft og ger.

En jæja, þessi búðarferð fékk mig semsagt til að hugsa um það að kannski er þjóðfélagið okkar ekki svo ósvipað tertubotni þar sem meginþorri þjóðarinnar eða verkalýðurinn eru þurrefnin sem gera lítið gagn ein og sér í skál. En sé þeim blandað í réttum hlutföllum og bleytt upp í þeim með mjólk, smjöri eða eggjum og allt saman bakað við hæfilegt hitastig, verður blandan að fullkomnum botni.

Svo eru það hinar, "exótísku" bökunarvörurnar eða einstaklingarnir sem skera sig úr, sem setja lit og bragð á samfélagskökuna svo hún sker sig úr hópi margra girnilegra á heimshlaðborðinu. Ég held reyndar að mín kynslóð hljóti að vera smjörið, límið sem heldur botninum saman og ég get alveg sætt mig við það að vera bragð- og litlaus smjörklípa. En rosalega væri nú samt gaman að vera kardimomma. Einn dropi af mér myndi þá nægja til þess að setja mark mitt á kökuna svo eftir yrði tekið.

En ég býst þó við að allt sé betra en að vera gramm af kartöflumjöli því afar fátítt er að heyra svona setningu í 1. maí kaffi- og kökuboðum: "Svakalega er þetta góð terta! Settirðu kannski kartöflumjöl í hana?" En einstöku sinnum gerist það að þessi heyrist: "Mmm...rosalega er botninn mjúkur, er ekta smjör í henni?"

Gleðilegan bökunar- og baráttudag!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra Dulúð, þú hefðir betur hringt í mig. Í eldhússkáp mínum er nefnilega til poki af kartöflumjöli sem ég keypti árið 2002 þegar ég ætlaði að vera myndarlegur húsfaðir og baka svampbotn. Í þessa uppskrift, sem gaf 2 vonda botna, þurfti ég heilar 2 matskeiðar af kartöflumjöli en slíkt er ekki selt í minni pakningum en 500 gramma. Því er þetta til hjá mér og hefur ekki verið hreyft síðan.

 Ábyrgist svossum ekkert gæðin.

Netverjinn (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 11:13

2 Smámynd: Dulúð Jóns

Ég þakka gott boð en ég legg nú samt til að þú hendir þínum poka og hafir svo bara samband við mig þegar og ef þér skyldi detta í hug að baka aftur svampbotna! 

Dulúð Jóns, 5.5.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)

Höfundur

Dulúð Jóns
Dulúð Jóns

Bloggar af lífi og sál um sín flóknustu vandamál og leyndustu einkamál, jafnvel blómkál. Eiginlega bara um allt nema þjóðmál, heimsmál og stjórnmál!

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...100_0658

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband