28.4.2008 | 11:41
Blessuð burðarstoðin hún móðir mín
Ég geri mér grein fyrir að síðasta færsla var fullþunglyndisleg svona í sumarbyrjun þegar maður ætti frekar að vera eitt sólskinsbros með eintóma sól og gleði í huga og hjarta. En hún var skrifuð í tilefni af skiladegi lokaritgerða í HÍ og þar sem ég var ekki meðal skilenda þann dag þurfti ég nauðsynlega að leggjast í smá sjálfsskoðun/-aumkun. Ég er samt ekki alveg af baki dottin því ég stefni á að halda áfram að skrifa, klára og skila ritgerðarlufsunni í maí þó svo að útskriftin frestist fram á haust. Annars langaði mig nú bara að deila með ykkur smá texta sem stuðningsaðili minn nr. 1, 2 og 3 gaf mér á Sumardaginn fyrsta og fékk mig til að vökna um augun (já, ég er manneskja sem get grenjað yfir Leiðarljósi og stundum jafnvel fellt tár yfir Kastljósi, þannig að ég fer létt með að gegnumvæta eitt tækifæriskort). Vonandi getur þetta orðið fleirum hvatning þegar e-ð mistekst eða þegar framtíðin virðist dimm og án allrar sólarglætu.
Hvatning
Þegar eitthvað fer úrskeiðis
eins og stundum gerist,
þegar vegurinn sem þú ferð eftir
virðist allur upp í móti.
Þegar afraksturinn er lítill
en væntingarnar miklar,
þegar þig langar til að brosa,
en neyðist til að andvarpa.
Þegar áhyggjurnar verða þrúgandi.
Þá hvíldu þig
en gefstu ekki upp!
Erfiðleikarnir eru bara
hin hliðin á velgengninni.
Markið getur verið nærri
þó það virðist langt í burtu.
Haltu áfram að berjast
þó þú verðir fyrir
alvarlegum áföllum.
Það er einmitt þegar útlitið
er sem dekkst
sem alls ekki má gefast upp.
Já, það þarf ekki að því að spyrja að þýska stálið hún móðir mín stendur með mér í blíðu og stríðu jafnvel þótt ég geri sífellt sömu mistökin aftur og aftur. Hún er burðarbitinn sem bognar aldrei, hefur óbilandi trú á mér og stappar alltaf í mig stálinu þegar á þarf að halda. Mikið vildi ég óska þess að ég hefði erft meira af styrkleika hennar og þjóðareinkennum en minna af þetta-reddast-bara-einhvern-veginn þjóðarveikleika föður míns. Snökt, snökt!
Um bloggið
Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mamma thin er snillingur! (og verd ad vidurkenna ad mer vøknadi lika um augu, thad er eitthvad svo mikill sannleikur i thessu). Mømmur eru bestar, thær lengi lifi. Vona eg nai ad hitta thig i sumar min fagra. Fylgu svo ljodinu og maladu thessa ritgerd krammer fra landi bauna
Eyvinda (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 18:09
ertu ekki með hæfilega blöndu af báðum þjóðareinkennum
Kisulóran (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.