Seinfær er ekki sama og vanfær, eða hvað?

Sumir þroskast seint en þroskast þó...

...og þó, ekki hún égCrying

Allt mitt líf hef ég verið eftir á og seinni til en flestir. Þá á ég ekki við í andlegum eða líkamlegum þroska, heldur viljanum til að þroskast. Fyrsti dúkkulausi dagurinn minn, fyrsti sopinn, fyrsti smókurinn, fyrsti kossinn, fyrsta skiptið sem þið-vitið-hvað, gerðist allt saman mjög seint (en þó alls ekki allt í einu!). Allt frá því að ég man fyrst eftir mér hef ég þrjóskast við að vaxa úr grasi á sama kjörhraða og jafnaldrar mínir. Ég hef alltaf afsakað mig með því að ég sé bara að varðveita barnið í sjálfri mér en nú er svo komið að ég er farin að efast alvarlega um getu mína til að fullorðnast nokkurn tímann.

Þetta hófst allt saman um 1 árs aldurinn þegar ég hélt upp á 1. afmælisdaginn minn í Þýskalandi ásamt maíbornum frænda mínum sem hljóp bleyjulaus um í garðinum hennar ömmu, öllum viðstöddum ættingjum til ómældrar ánægju. Á meðan sat ég kyrr á mínum bleyjubossa í barnastólnum og slefaði yfir afmæliskökuna, móður minni til ómældrar armæðu. Skemmst er frá að segja, að ég fór auðvitað að ganga upprétt fljótlega eftir lendinguna á Íslandi í lok sumarsins.

Og þetta var bara byrjunin, ég átti eftir að valda móður minni vandræðum vegna þroskatregðu og seinlætis ansi oft eftir þetta. Þegar sömu ættingjarnir hringja í dag og spyrja frétta af mér; hvort ég sé nú loks að útskrifast, sé búin að fá almennilega vinnu, sé komin í samband eða flutt að heiman, verður fátt um jákvæð svör. Að sjálfsögðu fær hún að vita í óspurðum fréttum að hinn maíborni frændi minn sé nú löngu fluttur að heiman, nýtrúlofaður og búinn að fá merkilega stöðu sem læknir á virtu sjúkrahúsi í þýskri stórborg.

Og það eru ekki bara fjarlægir ofur-frændur sem bruna fram úr mér, heldur líka jafnaldrar mínir og vinir hér heima og heiman sem flestir eru komnir í eigið húsnæði, í sín framtíðarstörf með sína framtíðarmaka og sumir með börn. Á meðan ég get ekki einu sinni klárað lokaritgerðina mína á réttum tíma (sem by the way er ekki á áætlun, sé miðað við samanlagðan líf- og skólaaldur minn), verð líklega atvinnulaus aumingi í sumar og sé fram á að eignast mitt fyrsta barn um fertugt með þessu áframhaldi (og hér er ég að gefa mér þá forsendu að ég pipri ekki sem er nú mun líklegra).

Svo nú spyr ég bara, er von fyrir mig eða verð ég ofvaxið barn að eilífu? Getur einhver ykkar fullorðnu og fullþroskuðu jafnaldra sem ég lít svo mjög upp til, gefið mér svosem einn sprautuskammt af drifkrafti, vænan slurk af þroskalýsi og fulla skeið af Hætt'essum-barnaskap-mixtúru?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tel að þú horfir of miklum öfundaraugum á þessa svokölluðu fullþroskuðu vini þína. Það er svo merkilegt við annars vel gefið spendýr sem maðurinn er hvað það getur öfundast endalaust út í náungann. Þó svo að tíminn sé farinn að líða hratt á þessari gerfihnattaöld þá ertu nú unglamb ennþá þó svo að bráðþroska vinkonur þínar fóru út í fjölgunaraðgerðir. Ennþá tvö ár í að fylla upp í þriðja áratuginn og það eru engin Ragnarök hjá kvennfólki frekar en karlfólki. En konur virðast frekar fá þennan kalda svita sem mér heyrist vera að hrjá þig þessa dagana heldur en karlar. Vertu bara fegin að eiga enga ofurvini eins og þenna grút þarna í Þriðja ríkinu hér heima.

Ingólfur (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 20:09

2 identicon

Þú getur nú allavega huggað þig við það að þú hefur einhverja hugmynd um hvað þig langar að verða þegar þú verður stór ólíkt mér

Sólveig (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 22:47

3 Smámynd: Dulúð Jóns

Kæra ofurpar, þakka ykkur fyrir vel valin orð! Þið getið svo sannarlega þakkað fyrir að eiga tvennt af því sem ég horfi öfundaraugum á, frábæran maka og yndislegt barn þó svo að þið séuð kannski ekki með framtíðarstarfið fastmótað. Ég legg reyndar til að Ingólfur fari í sálfræðinginn því hann á greinilega auðvelt með að skilgreina vandamál fólks sem lifir á gervihnattaöld og hughreysta það án þess að þurfa að útdeila snýtiklútum

Dulúð Jóns, 26.4.2008 kl. 13:51

4 identicon

Thu ert storkostleg eins og thu ert, vertu ekkert ad flyta ther ad neinu! Og nokkrir manudir til eda fra med lokaritgerdina, nefndu mer fleiri en einn adila sem hefur skilad sliku verki a rettum tima!!? Miss u, yours truly Eyvinda

Eyvinda (IP-tala skráð) 26.4.2008 kl. 18:18

5 identicon

Sólveig reyndar telur sig bara eiga annað af þessu sem þú ert að öfundast hana út í. Set það hér með í þinn verkahring að telja henni trú um að hún eigi bæði :)

Ingólfur (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 11:42

6 Smámynd: Dulúð Jóns

Miss U2 Eyvinda, vildi að við værum ennþá ungar og áhyggjulausar! En það er alveg rétt hjá þér að við erum stórkostlegar eins og við erum og engin ástæða til að efast um það þó ég hafi gleymt því í smástund

Hehe, ekki málið Ingó minn, ég skal dásama þig og lofsama næst þegar ég hitti hana. Láttu þér ekki bregða ef hún verður extra góð við þig í næstu viku

Dulúð Jóns, 27.4.2008 kl. 14:03

7 identicon

Heyrðu kallinn, ég minntist ekki einu orði á þig né Pálma!!! 

Sólveig (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)

Höfundur

Dulúð Jóns
Dulúð Jóns

Bloggar af lífi og sál um sín flóknustu vandamál og leyndustu einkamál, jafnvel blómkál. Eiginlega bara um allt nema þjóðmál, heimsmál og stjórnmál!

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...100_0658

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband