20.4.2008 | 18:08
Í partýi með fræga fólkinu!
Hvað eiga Bob Dylan, Kleópatra, Janis Joplin, Sweeney Todd, John Wayne, Solla Stirða og Tina Turner sameiginlegt?
?
?
?
Ekki hugmynd?
Nei, það er heldur ekki von því þau eiga ósköp fátt sameiginlegt nema hvað þau voru öll stödd á árshátíð blaða- og fréttamennskunema í gærkvöldi.
Hollywood-þema-teitið, sem heppnaðist með eindæmum vel, hófst með kostulegum móttökum þar sem "alvöru" papparassar lágu í leynum við húsið og sátu fyrir stjörnunum. Þær voru svo eltar inn í húsið og myndaðar í gríð og erg þrátt fyrir mótbárur og bölbænir (enginn lifði sig þó svo fullkomlega inn í hlutverkið að gefa ljósmyndara einn á ann, að því ég best veit). Þegar inn var komið tók við rauði dregillinn og óundirbúið viðtal í beinni á einu upptökuvélina sem deildin á (já, við erum sko fjársvelt og alls óháð auðmannastyrkjum). Þegar stjörnurnar voru búnar að ropa út úr sér misgáfulegum svörum á rauða dreglinum var þeim boðið til sætis í þemaskreyttri stofu. Kvöldinu var svo eytt í slúður, spurningakeppni undir styrkri liðstjórn kennara og skemmtiatriði yfir þriggja rétta gourmetmáltíð og veigum (allt í boði skólans því við erum ekki svo svelt að við getum ekki haldið almennilegt partý).
Búningasigurvegari kvöldsins var Johnny Depp í hlutverki Sweeney Todd en pilturinn sá hafði haft fyrir því að lita hár sitt og hörund og gekk um með ekta rakarahníf í beltinu. Ég hef þó fyrir því staðfestar heimildir að ég og Solla Stirða hefðum einnig komið sterklega til greina og hefðum verið í topp þremur. En við stöllurnar vorum með samsæriskenningarnar á hreinu og grunuðum sigurvegarann sterklega um að hafa beitt hnífnum sínum til að hafa áhrif á dómnefndina. Ég ætla ekki að segja ykkur hvaða stórstjarna tók sér bólfestu í mér þetta kvöld en ég skal gefa ykkur vísbendingu; við erum nánast nöfnur! Kvöldið heppnaðist semsagt ótrúlega vel og það kæmi mér ekki á óvart að hugmyndinni yrði stolið (a la gula pressan) og notuð í partýi hjá yours truly þegar hún hittir stóra þrist og stóra núllið! Svo þið getið bara byrjað að undirbúa ykkur fyrir hlutverkin strax. Sérstaklega ef þið ætlið að láta hárið síkka eða koma ykkur í ákveðið form því það tekur sinn tíma. Ég fékk t.d. ágætis ábendingu í gær um að ég hefði þurft að fita mig fyrir hlutverkið sem ég var í, svo það er eins gott fyrir ykkur að taka þetta alvarlega ef þið ætlið að vinna búningasigur í þrítugsafmælinu mínu
Um bloggið
Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hmm... ég er alveg tóm
Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 21:55
Ég var engin önnur en rokkamman sjálf, Tina Turner! En auðvitað reyndi ég að líkja eftir henni þegar hún var upp á sitt besta með tonn af túberuðu hári
Dulúð Jóns, 23.4.2008 kl. 18:19
thu hefur an efa verid odla flott Tina og med tuberad har og allt ;) Mig langar ad sja myndir! Hurru, ertu buin med hryllinginn (aka ritgerdina)? Knus Eyvinda
Eyvinda (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.