Bíbb, bíbb, gráða beint framundan!

Nú er mín búin að vera í hlutlausum með ritgerðardrusluna alltof lengi. Reyndar var ég komin í bakkgír með að klára hana í vor og mótorinn var eiginlega bara alveg búinn að drepa á sér. En svo fór ég í tíma í Málstofu um lokaverkefni í gær, kúrsinn sem ég kýs að kalla Verkstæði brostinna vona, og þar var þá mættur leiðbeinandinn minn tilbúinn með startkaplana sína. Þessi reyndi prófessor sem er bæði mikið gáfu- og ljúfmenni, gaf mér semsagt egóstuðið sem ég þurfti. Hann tjáði mér það að ég væri sú eina úr hópnum sem ekki hefði enn frestað ritgerðinni fram á haust og að hann treysti á mig að halda uppi heiðri deildarinnar í júní (orðaði þetta kannski ekki alveg svona hátíðlega en ég túlkaði það svona). Svo þuldi hann upp fyrir mig þetta kvæði (ok, ok hann talaði ekki í bundnu máli en inntakið í því sem hann sagði er nokkurn veginn það sama):

 

Tíu litlir mastersnemar ætluðu að skrifa ritgerð...

Einn þeirra fékk fína vinnu,

og þá voru eftir níu.

Ein þeirra varð ástfangin,

og þá voru eftir átta.

Ein þeirra varð ólétt,

og þá voru eftir sjö.

Eina vantaði einingar,

og þá voru eftir sex.

Ein stóð í flutningum,

og þá voru eftir fimm.

Einn fór til útlanda,

og þá voru eftir fjórir.

Ein missti áhugann,

og þá voru eftir þrír.

Ein lenti í ástarsorg,

og þá voru eftir tveir.

Ein þurfti að sinna vinnu,

og þá var eftir ein...

...Ein sem hafði enga afsökun. Svo nú segi ég bara brúmm, brúmm, fulla ferð áfram og ég læt hvorki bensínverð né trukkamótmæli stoppa mig!

P.s. Af augljósum ástæðum hefur þessi bilaði bílstjóri ekki tíma til að blogga á næstunni svo það er óþarfi að kíkja hingað aftur fyrr en í lok apríl. Þá kem ég með fréttir um hvort þetta BÍB (bensínið-í-botn) átak mitt hafi virkað eða ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara setja allt í botn... go go go go go go go.... við styðju þig í anda.... (og með öðrum hætti ef þörf er á) við viljum nebblilega útskriftarveislu í sumar þegar sólin verður hátt á lofti :)

Kisulóran (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 19:33

2 identicon

You go girl!! Veit thu att eftir ad standa thig (eins og alltaf) og halda uppi heidri deildarinnar krammer fra Danaveldi

Eyvinda (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 20:00

3 identicon

koma soh!

Netverjinn (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 20:18

4 identicon

Svo ég vitni í hana Hönnu Lillý.... ,,gæs, gæs, gæs!"

Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 18:39

5 Smámynd: Dulúð Jóns

Þakka ykkur fyrir, ég þarf greinilega að standa undir væntingum hjá fleirum en kennaranum mínum. Eins gott að standa sig!

Dulúð Jóns, 5.4.2008 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)

Höfundur

Dulúð Jóns
Dulúð Jóns

Bloggar af lífi og sál um sín flóknustu vandamál og leyndustu einkamál, jafnvel blómkál. Eiginlega bara um allt nema þjóðmál, heimsmál og stjórnmál!

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...100_0658

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband