Varúð! Allt um sápur - bara fyrir áhugasama

Sælt veri fólkið. Vildi bara þakka ykkur innilega fyrir stuðninginn undanfarið og alla ykkar hjálp í hinum ýmsustu formum. Má þar nefna aðstoð við gerð og þáttöku í netkönnun, fyrir að gauka að mér góðum hugmyndum, fyrir aðstoð við að næla í viðtöl og fyrir að mæta í viðtöl hjá mér. Síðast en ekki síst fyrir upphringingar til að tékka á andlegu ástandi mínu, fyrir allar góðu bloggkveðjurnar og hughreystingarhugboðin. Smile

Engar áhyggjur, þetta er ekki kveðjubréf þó það kunni að hljóma svo (ég er ekki svo djúpt sokkin í sjálfsvorkunn að ég ætli að kveðja þennan heim alveg...þ.e. bloggheiminn) en ég er bara orðin e-ð svo meyr og væmin eftir alla mína rannsóknarvinnu á sápuóperum.InLove

En ykkur verður semsagt launuð öll greiða- og hugulsemin þó síðar verði og er ykkur hérmeð boðið í útskriftarveislu í júní...já, eða október (eins og allt bendir til nú þegar aðeins rúmlega mánuður er til stefnu).Frown

Þar sem ég er orðin svo samdauna þessu verkefni mínu (sem er nú ekki slæm angan þar sem þetta eru jú sápur), hef ég ákveðið að deila með ykkur skemmtilegum fróðleik sem ég hef viðað að mér um þetta stórmerkilega sjónvarpsefni (og ekki halda að ég sé að spauga með þetta síðasta því mér er fúlasta alvara)!Wink

Vissir þú...

...að sápuóperur byrjuðu í amerísku útvarpi um 1930

...að þær draga nafn sitt af hreinlætisvörum sem auglýstar voru í útvarpsþáttunum

...að Irna Phillips, sem síðar varð aðalhandritshöfundur Guiding Light ofl. sápuópera, skrifaði fyrstu útvarpsápuna Painted Dreams og lék tvö af þremur aðalhlutverkunum í henni

...að fyrsta daglega sjónvarpssápan, The First Hundred Years, hóf göngu sína 1950 og gekk aðeins í tvö ár

...að fyrsta breska útvarpssápan, The Archers, var upphaflega ætluð sem kennsluþáttur í bættum landbúnaðarstörfum fyrir bændur

...að á upphafsárum sínum var langlífasta sápuópera heims, Guiding Light, flutt bæði í útvarpi og sjónvarpi

...að nokkrum sinnum stóð til að hætta útsendingum á GL en aðdáendur komu í veg fyrir það með mótmælum

...að fyrstu sápuóperuþættirnir voru 15 mínútna langir

...að tónlistin í þeim hefur þróast frá því að vera orgelspil yfir í hljóðgervilstónlist og svo nútímapopptónlist.

...að Days of Our Lives var fyrsta sápan til að fjalla um umdeild og viðkvæm málefni eins og sifjaspell, getuleysi og morð upp úr 1965

...að gotneska sápan Dark Shadows sem sýnd var á árunum 1966-'71 fjallaði um 200 ára gamla vampíru, norn og ýmsa yfirnáttúrulega karaktera.

...að fyrsti svarti karakterinn (í aðalhlutverki) birtist í One Life to Live 1969 og að fyrsta sápan sem hafði karakter sem tók þátt í Víetnamstríðinu var All My Children upp úr 1970

...að sápuóperutímarit voru sett á fót í kringum 1980 til að koma til móts við aukningu kvenna á vinnumarkaði sem þýddi að þær höfðu ekki lengur tíma til að horfa daglega

... að helstu orsakir fyrir minnkandi áhorfi á sápur á 9. áratugnum voru útivinnandi konur, uppgangur kapalsjónvarpsins og tilkoma vídeótækja

...að prime-time sápan Dallas var sýnd í 57 löndum og hafði um 300 milljón áhorfendur þegar best lét

...að jólaþátturinn af EastEnders fékk mesta áhorfið í sögu sápuópera árið 1986 með rúmlega 30 milljónir áhorfenda (jarðarför Díönu prinsessu sló metið með 32, 1 milljón áhorfendur)

...að Mið- og S- amerískar sjónvarpsstöðvar eru fyrstu og stærstu útflytjendur sápuópera (telenovelas)

...að telenovelas hafa allar endi og eru aðeins framleiddar í ákveðinn tíma, ólíkt öðrum sápum

...að Hugo Chávez, forseti Venesúela lét loka einni stærstu einkasjónvarpsstöð landsins RCTV í maí á síðasta ári og að hann kallaði sápurnar sem þar voru sýndar; "eiturslöngur" og "viðvarandi árás á siðgæði í landinu"

...að þættirnir um Ugly Betty eru amerísk endurgerð á kólumbísku sápunni Yo soy Betty, la fea

...að Ugly Betty hefur verið endurgerð í fjölmörgum löndum og að aðalpersónan hefur heitið ýmsum nöfnum m.a. Lotta (Hollandi), Maria (Grikklandi), Bea (Spáni) og Nina (Króatíu)!

...að Afganir eru æstir í indverska sápuóperu sem fjallar um unga brúði af fátækum ættum sem ofsótt er af illgjarnri tengdamóður sinni

...að flugfreyjur í Taílandi lögðu nýlega fram kvartanir vegna klámfenginnar sápuóperu sem gerist hjá flugfélagi og þær töldu gefa ranga mynd af starfi sínu

...að ferðamannastraumur í S-Kóreu jókst gríðarlega fyrir nokkrum árum þegar Japanskir sápuóperuaðdáendur flykktust þangað til að heimsækja heimaslóðir vinsællar sápu sem kallaðist Vetur-sónatan og sýnd var í Japan

...að frægir leikarar og söngvarar á borð við; George Clooney, Gael Garcia Bernal, Salma Hayek, Kylie Minogue, Natalie Imbruglia, Ricky Martin, Shakira og ótal fleiri hafa hafið feril sinn í sápuóperum

...að leikkonan Helen Wagner sem hefur leikið hlutverk ættmóðurinnar í As the World Turns síðan 1956, á Guinessmetið fyrir lengstan, samfelldan leik í sama hlutverkinu

Já, svona gæti ég haldið áfram og áfram endalaust, rétt eins og eldgömul sápa...en ég ætla ekki að þreyta ykkur meira því þó mér finnist þetta áhugavert, þá geri ég mér grein fyrir því að sápuóperur eru ekki allra tebolli (eða ætti ég kannski frekar að segja allra sápustykki)Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Ég horfi stundum á sápur, það var gaman að lesa þetta.

Heiður Helgadóttir, 19.3.2008 kl. 18:09

2 identicon

Mjög áhugaverð lesning, verður gaman að kíkja á ritgerðina þegar hún verður tilbúin, hvort sem það verður í júní eða október!! :)

Garðar (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 11:29

3 identicon

Mér finnst alveg frábært að það hafi verið stofnað tímarit til að koma til móts við útivinnandi konur svo þær gætu ennþá fylgst með!!! En þetta var nú mjög áhugaverð lesning, vissi sumt af þessu. En veistu hvort að Salma Hayek lék í mexíkósku gerðinni af Ugly Betty? Var það ekki hennar hugmynd að staðfæra þættina fyrir BNA? 

En ég vona nú þín vegna að þú náir að hespa þessu af sem fyrst og útskrifast í júní.  

Sólveig (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 13:55

4 Smámynd: Dulúð Jóns

Takk fyrir það!

Nei, ég veit reyndar ekki hvort hún hafi leikið í henni en þættirnir voru pottþétt hennar hugmynd og hennar framleiðsla fyrir Ameríkumarkað. Það þurfti auðvitað að einfalda plottið og staðfæra þættina fyrir Kanann

Dulúð Jóns, 22.3.2008 kl. 13:06

5 identicon

Einfalda plott sápuóperu frá Kolumbíu?! Ok, ég veit að Kaninn er vitlaus, en ég get ekki ímyndað mér að það hafi verið hægt að einfalda söguþráðinn mikið   Hef bara séð sirka 2 og hálfan þátt af Ugly Betty (já, ég veit stelpur, algjör skandall) og ég fann strax votta fyrir S-Amerísku áhrifunum, hehe.

Skemmtilegar staðreyndir. Mér fannst einkar áhugavert að Bretarnir hafi samið útvarpssápu til að kenna bændum skilvirkari handtök í búskapnum. Sniðugt. Maður ætti kannski að fara að gera þetta í kennslunni

Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 17:47

6 identicon

Mátt ekki gleyma... íslenskur aðdáaendur GL komu í veg fyrir að rúv hætti að sýna þættina hérna eitt sumarið. Þættirnir voru teknir af dagskrá yfir sumarmánuði og þá dundi yfir velvakanda mbl bréf frá gamalmennum sem vildu fá sápuna sína!

Kisulóran (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)

Höfundur

Dulúð Jóns
Dulúð Jóns

Bloggar af lífi og sál um sín flóknustu vandamál og leyndustu einkamál, jafnvel blómkál. Eiginlega bara um allt nema þjóðmál, heimsmál og stjórnmál!

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...100_0658

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband