8.3.2008 | 18:44
FRÉTTIR ÚR GRAFHÝSI RITGERÐARINNAR
Niðurkvalningin er hafin: 48 dagar í skil!
Þar sem ég er loks byrjuð í þessari sjálfskipuðu útlegð minni sem ég get ekki kennt neinum dómara um (hérna áttu að vera harðorð ummæli um umdeildan þáttastjórnanda en ég treysti mér ekki í það vegna blogg-dómsmála undanfarin misseri), fannst mér ég verða að gefa frá mér lífsmark. Ég hef ekki farið á mannamót í heila fjóra daga og hef miklar áhyggjur af því hvað hátterni mitt er strax orðið sorglegt svo stuttu eftir að félagslega-samneytis-bindindið mitt hófst!
Í fyrsta lagi hefur nammigrísinn mikli vaknað upp af löngum dvala (mér liggur við að segja úr dái) og hrín nú af ánægju í hvert sinn sem gyltumamma kemur heim úr verslunarferð með sætindi í gulu og bleiku grísapokunum. Ekki gott.
Í öðru lagi er ég komin með heiftarlegan vott af LazyBoyLapTop-Syndrome sem lýsir sér þannig að hryggurinn og lærin eru orðin ansi aum af langri setu í hægindastól með fartölvu í fanginu. Mjög vont.
Í þriðja lagi hef ég þróað með mér slæmt einkenni af pyjamangitis sem felst í því að sjúklingurinn fer helst ekki úr náttfötunum og gerir lítinn greinarmun á degi og nóttu. Afar slæmt.
Mér hefur vissulega dottið í hug að skipta úr Kúlusúkki yfir í Konfekteplin (sem svínum ku þykja hnossgæti), að standa upp og fara í göngutúra milli skriftartarna og biðja múttu að fela náttfötin svo ég neyðist til þess að klæða mig á morgnana. Ég er bara ansi hrædd um að það gerist ekki og eftir 48 daga verði ég orðin bólugrafin, félagsfælin Svínka með hryggskekkju í alltof þröngum náttfötum. Hræðilega átakanlegt!
Um bloggið
Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Thu ert alltaf sæt, hvort sem er i nattføtum eda ekki;) Grisir eru omotstædilegir, ikke også?? Hang in there i 48 daga i vidbot. Og btw nattføt RÚLA! Kram Eyvinda.
Eyvinda (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 20:42
Hahaha, þú munt semsagt verða óþekkjanleg þegar við loksins fáum að sjá framan í þig!! Þú skrifar kannski nafnið á ennið svo við finnum þig þarna í maí!!
Garðar (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 23:08
Ég reiknaði með að sjá bogg sem myndi heita 47 dagar í skil......
Ingólfur (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 18:44
Hehe, dúllan mín. Ef þér er alvara með að kíkja í göngutúra (set enga pressu á þig, samt, veit af fenginni reynslu að maður er ævinlega stærri á orði en borði) þá geturðu prófað að hafa samband við mig, enda erum við nú í sama hverfi
Sendi þér heilshugar baráttukveðjur
Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 22:38
Gott að vita að það eru fleiri stuðningsmenn grísa og náttfata þarna úti!
Ójá, ég held ég verði bara að fara að ganga með nafnspjald eftir þessa vinnu-/át-törn (kannski ekki á enninu samt)!
Ónei, ég meika sko ekki að blogga á hverjum degi, nota þetta frekar svona sem umbun...ef ég klára ákveðinn fjölda bls. í ritgerðinni þá má ég blogga/bulla soldið mér til skemmtunar!
Takk fyrir gott boð um samfylgd í labbitúra, ég tek þig ábyggilega á orðinu fljótlega. Engin pressa samt!
Dulúð Jóns, 11.3.2008 kl. 17:42
Kannast við þetta. vökur langt fram á nótt, sykur sykur sykur, stara á tölvuskjáinn...
fegin er ég að vera búin með þessa törn. gangi þér vel skvís sjáumst þegar þu skríður út úr hýði þínu, með eitt stk meistaraverk :)
Kisulóran (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 10:19
Já, gangi þér allt hið besta, við hugsum öll til þín!
Netverjinn (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.