25.2.2008 | 12:41
STYNJ!...Ungdómurinn í dag
Unglingurinn á kassanum (clueless en kurteis): Fyrirgefðu, hvað er þetta eiginlega?
Viðskiptavinurinn (næstum orðlaus): Blómkál, þú finnur það undir grænmeti.
b) Viðskiptavinurinn (ráðvilltur): Ég finn ekki poppmaísinn, geturðu sagt mér hvar hann er?
Unglingurinn á kassanum (viss um að sér hafi misheyrst og hissa á heimsku viðskiptavinarins): Meinarðu örbylgjupopp?
Viðskiptavinurinn (hvumsa): Nei, maískorn til að poppa í potti
Unglingurinn á kassanum (enn meira hvumsa): Ha, getur maður poppað án þess að nota örbylgjuofn?
c) Bólugrafni unglingurinn veltir vandræðalegur pappírssnifsi milli fingra sér og klórar sér í hausnum.
Unglingurinn á kassanum: Ætlarðu að borga með þessu?
Viðskiptavinurinn: Já, takið þið ekki við ávísunum?
Unglingurinn (hringir á aðstoð): Öhh...jú, jú ég hef bara aldrei séð svona fyrr.
Aðeins nokkur dagsönn dæmi sem ég og fólk í kringum mig hefur lent í. Dæmigerð fyrir ungdóminn í dag sem borðar ekki grænmeti og þekkir ekki aldagamlar eldunar- og borgunaraðferðir.
STYNJ...má ég þá frekar biðja um fullvaxta útlending á kassann!
Um bloggið
Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Verð að bæta einu dæmi við:
Viðskiptavinur í búsáhaldaverslun við unglinginn á kassanum: Eruð þið ekki með leirtau?
Unglingurinn á kassanum: Ha? Ertu að meina viskustykki?
Systir mín varð vitni að þessum orðaskiptum í einhverri af stærri búsáhaldaverslununum...
María B (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 10:31
Þessi var góður! Það fáránlegasta við öll þessi atvik er að þau eru engir brandarar, heldur fúlasta alvara
Dulúð Jóns, 27.2.2008 kl. 11:56
Ungdómurinn í dag, sko. Sussu svei Við Sólveig lentum í svipuðu eitt sinn. Vorum með poppmaís og gaurinn á kassanum segir: ,,hvernig virkar þetta?" Ég gaf honum ,,the benefit of the doubt" og hélt hann væri að ruglast og héldi að þetta væri fyrir örbylgjuofn. Svo ég bendi honum á að þetta sé poppmaís til að poppa í potti. Hann varð þvílíkt hissa. ,,Ha?! Í potti? Hvernig þá?" Svo ég varð að útskýra hvernig hægt sé að setja smjörlíki og poppmaís saman í pott og hver útkoman verður, hehe. Okkur Sólveigu fannst við ansi gamlar þennan dag.
En ansi gott dæmið sem María kom með. Orðaforðinn er enginn hjá krökkunum. Skrifaði eina setningu uppá töflu í vinnunni í dag. ,,Í frosti frýs vatnið (og svo eitthvað meira)" Og krakkarnir (11 ára) skildu hvorki upp né niður í þessu. ,,Bíddu, það vantar í setninguna. Hvað gerir vatnið?" ,,Frýs" benti ég á. En þau gátu ekki skilið þetta og biðu eftir annarri sögn í þessari setningu. Og svo segir ein (voða hneyksluð á bekkjafélögunum): ,,hva, skiljið þið ekki forn íslensku??"
Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 23:06
Híhí! Þetta poppdæmi mitt átti að vera atvikið ykkar Sólveigar en ég mundi ekki alveg hvernig það var svo ég fyllti bara í eyðurnar En varðandi nemendur þína... þá verður þú nú bara að drífa þig í að kenna þeim forn-íslensku!
Dulúð Jóns, 29.2.2008 kl. 00:43
LOL Forn íslenska..... jahérna eruði ekki að grínast í mér! Hvað er þessum krökkum kennt heima hjá sér??
Kisulóran (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.