Ár var alda...en það er komin ný öld og tími á ný nöfn!

Nýtt ár - nýtt hár! Mín er bara orðin brunette með töts af kopar. Ákvað að vara ykkur við svo þið mynduð ekki strunsa fram hjá mér næst þegar við hittumst á förnum vegi eða í skipulögðum hittingi (sem er mun líklegra). Einnig til að gefa ykkur góðfúslega færi á að undirbúa viðeigandi hrós til að hafa á takteinunum þegar þið hittið mig svo þið standið ekki gapandi og orðlaus af undrun, já eða hryllingi ef út í það fer! Ég tek fram að þessi róttæka breyting er ekki statement af neinu tagi heldur gerði ég þetta nú bara svona í tilefni af því að janúardrunginn var farinn að hafa gránandi áhrif á annars ljósu strýin mín.

Annars er mest lítið að frétta, nema að ég komst að því núna nýverið (mér til mikilla vonbrigða) að nýja, fína háskólabyggingin hlaut nafngiftina Gimli. Hvað er þetta eiginlega með okkur Íslendinga og goðsagnasnobbið? Það er eins og allar „merkilegar" byggingar, ýmis samtök, félög og fyrirtæki þurfi að bera slík nöfn. Einungis örfá dæmi um þetta eru Valhöll, Röskva, Heimdallur, Glitnir, Týr, Þór, Frigg og Freyja. Ég hef að sjálfsögðu ekkert á móti því að halda í hefðirnar og er hlynnt öllu sem færir okkur fjær áhrifavaldi engilsaxneskunnar. En það sem fer í taugarnar á mér, böggar mig heavy mikið, við þessa aftur-til-upprunans þróun er þetta snobb sem er ríkjandi. Það þykir voða fínt og flott að slá um sig í samfélaginu með þessum goðlegu nöfnum en svo eru ásatrúariðkendur álitnir furðufuglar fyrir að halda í sömu, gömlu hefðirnar. Ég meina, er ekki dáldið mikill hippókratismi fólginn í því? Eða hvað finnst ykkur, kæru Miðgarðsbúar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þýðir ekkert að ,,böggast yfir þessu" við mig, sko. Ég er mikið fyrir það að halda í hefðirnar og leita í upprunann :) Viðurkenni samt að ásatrúarnöfn eru orðin soldið þreytt.

Það sem aftur á móti ærir mig hvað nafnagiftir fyrirtækja og stofnana varðar er kjaftæðið með .is. Þessi ending, ,,.is" á að vísa til vefslóða, ekki nafns! Skyr.is er það hallærislegasta, en fyrirtæki sem hafa þessa endingu í nafninu eru engu skárri.

Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 12:51

2 Smámynd: Dulúð Jóns

Hehe, sammála þér kennari góður! Punkturis er ekki góð islenska hvorki fyrir fyrirtæki né matvöru

Dulúð Jóns, 23.1.2008 kl. 11:29

3 identicon

Sammála .is endingum, þær eru mjög þreyttar og sem betur fer deyjandi. Ég er aftur á móti mjög ánægur með að finna nöfn úr ásatrúnni og finnst nafnið Heiðrún hvað mest viðeigandi af þeim en finnst að hefði átt að vera hægt að finna nafninu Valhöll eitthvað betra.... og á meðan ég man, flott hár :)

Ingólfur (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 17:13

4 Smámynd: Dulúð Jóns

Takk fyrir hárhrósið! Já, Heiðrún er nokkuð vel valið nafn með tilliti til þess að búðin mjólkar áfengi eins og geitin góða. Verst að hún blóðmjólkar kúnnana í leiðinni

Dulúð Jóns, 25.1.2008 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)

Höfundur

Dulúð Jóns
Dulúð Jóns

Bloggar af lífi og sál um sín flóknustu vandamál og leyndustu einkamál, jafnvel blómkál. Eiginlega bara um allt nema þjóðmál, heimsmál og stjórnmál!

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...100_0658

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband