8.1.2008 | 16:26
Kvart og kvein og Blunt-vein
Nú er mín barasta búin að letibykkjast alltof lengi og löngu kominn tími til að taka nýja árið með trompi ellegar svíkja lit. Ég er algerlega búin að snúa sólarhringnum við undanfarnar vikur og sofa fram yfir miðdegi milli þess sem ég skrepp í vinnu. Reyndar hefur heilinn unnið yfirvinnu á næturnar í staðinn og hindrað sjö-stunda skyldusvefninn. Það eru aðallega stór plön í námi og starfi sem halda vöku fyrir mínu litla heilabúi (sem mér skilst af metsölubókalistanum að sé eina ástæðan fyrir óhamingju kvenna) en líka partýhald hjá nýju nágrönnunum á aðfaranótt Þrettándans. Ó-svo-grandalausu foreldrarnir höfðu víst gefið táningunum sínum leyfi til að kveðja jólasveinana áður en þeir héldu aftur til fjalla. Það var ekki að því að spyrja, bílaplanið breyttist í Bhagdad bombing zone um eittleytið.
Til að hljóma ekki alveg eins og eldgömul nöldurkerling (sem ég er á góðri leið með að verða), verð ég að gefa þeim kredit fyrir að hafa sungið lagið Beautiful trekk í trekk á lágu nótunum og fyrir að hafa yfirgefið húsið á skikkanlegum tíma til að halda djamminu áfram í bænum. Sömu tillitssemi er því miður ekki að finna hjá fjölda eldri kynslóða þegar þær smitast af partýflensunni sem er hvað illskæðust um nýárið. Þeim hættir nefnilega til að hækka í botn með afgömlum, arfaslökum slögurum og sitja sem fastast fram á rauðan morgun. En nóg af rausi og tuði, ég á örugglega eftir að sitja hinum megin við hljóðbæran vegginn eftir nokkur nýár og syngja manna hæst með Bó Halldórs!
Um bloggið
Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég get ekki beðið eftir partý þar sam við syngjum með Bó fram undir morgunn
Ingólfur (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.