10 Varúðarráðstafanir til að tryggja gleðileg jól

Varúð Jóns vill koma hér á framfæri nokkrum ráðleggingum fyrir hátíðarnar:

Aðgát skal höfð...

...þegar jólakortin eru skrifuð (í hröðu nútímasamfélagi er allt breytingum háð, líka sambönd. Margir skipta um maka örar en þú veist af. Ekki gera þau mistök að nafngreina fyrrverandi í korti hjá fólki sem þú hittir sjaldan.)

...við jólagjafainnkaupin (ekki halda að nýtt kortatímabil sé jólagjöf til þín frá Valitor fyrir viðskiptin á árinu. Farðu varlega í að strauja kortið í desember.)

...þegar jólatréð er skreytt (ekki gera þau mistök að setja seríuna upp frá toppi til fótar án þess að stinga henni í samband fyrst og komast svo að því að hún virkar ekki.)

...þegar farið er í friðargöngu á Þorláksmessu (farðu í gamla larfa sem þola vax og fuðra ekki auðveldlega upp. Haltu þig frá ofvirkum börnum og óvirkum gamalmennum.)

...þegar ættinni er raðað í sæti við matarborðið (enginn vill heyra smjattið í smákrökkum og glamrið í gervitönnunum hans afa yfir jólasteikinni. Setjið gamlingjana og krakkana hlið við hlið.)

...í nærveru nálar (ekki halda að þú komist upp með að laga saumsprettuna á sparifötunum fimm mín. fyrir kl. sex á Aðfangadagskvöld án þess að stinga þig í stressinu.)

...þegar jólamáltíðin er matreidd (enga tilraunastarfsemi á Aðfangadag! Jólin eru hátíð hefða og engin kengúrusteik getur komið í stað hamborgarahryggs eða lynghæna í stað rjúpu.)

...þegar blanda á malti og appelsíni (sættu þig við það, þú getur aldrei blandað það í réttum hlutföllum svo að allir séu sáttir. Betra að hafa drykkina í aðskildum könnum á jólaborðinu.)

...þegar pakkarnir eru teknir upp (þú ert ekki barn lengur! Lesa skal kortin fyrst, opna pakkana án þess að rífa gat á umbúðirnar, brjóta þær saman og geyma, skrá hjá sér hver gaf hvað og ávallt halda brosinu, sama hvað kemur upp úr þeim.)

...þegar dansa skal í kringum jólatréð (ekki taka upp þennan skemmtilega en úrelta sið, nema þú búir í 120 fm, mínimalískt innréttaðri íbúð.)

Dulúð óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farið endilega varlega yfir hátíðarnar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varúðarráðstafanir duly noted.

 Óska dulúð, samúð og varúð jónsd. gleðilegra  jóla

Kisulóran (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)

Höfundur

Dulúð Jóns
Dulúð Jóns

Bloggar af lífi og sál um sín flóknustu vandamál og leyndustu einkamál, jafnvel blómkál. Eiginlega bara um allt nema þjóðmál, heimsmál og stjórnmál!

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...100_0658

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband