C'est la Vie - La Vie de une Femme non-petite!

Mademoisellan moi er búin að finna sér nýja uppáhaldsboutique til að forðast! Búð þessi selur hámóðins klæðnað ættaðan frá landi baguettunnar, Signu og Sigurbogans. Hún heitir Kaki og er best geymda leyndarmálið á Champs - Élysées þeirra Gaflara, Strandgötunni. Þar inni kennir ýmissa franskra grasa og verðlagið eftir því...hátt eins og grasið í uppsveitum Bordeux. Í Kaki eru nefnilega seldar vörur á spottprís í merkingunni; varan spottar út grandalausa og ginnkeypta kúnna, lokkar þá til sín, tæmir veskin þeirra og hlær svo að þeim alla leið inn í fataskáp.

En í þessari hættulegu búð (við erum sko að tala um La femme fatale í smásölubransanum) má finna mergjaðar prjónapeysur, töskur, skó og alls kyns glamúr accessoires fyrir maddömur á öllum aldri. Gallinn er bara sá að Fransmenn virðast halda að konur komi bara í 3 gerðum; petite, meira petite og ofur-petite. Afgreiðsludaman, sem var öll af vilja gerð að pranga upp á mig peysum, kjólum og glingri á þessu hátískuverðlagi, leitaði dyrum og dyngjum að stærð nr. 5 sem hún var viss um að leyndist þarna inn á milli fyrrnefndra stærða 1-3.

Nú jæja, það skyldu þó aldrei leynast tröllskessur í Lyon, hugsaði ég með mér þegar henni tókst loks að finna stærðina sem í augum franskra kvenna sem fitna ekki og borða bara 1 dökkan súkkulaðimola á dag, hefur án efa litið út énorme. En í augum íslenskra valkyrja af víkingakyni sem kjósa heldur allan rjómasúkkulaðipakkann, leit út eins og e-ð sem dúkkulísur myndu klæðast. Merde! Af hverju þurfti ég að fá franska nefvöxtinn en ekki líkamsvöxtinn? Það þarf vart að taka fram að þrautseigja afgreiðsludömunnar bar tilætlaðan árangur og mademoisellan moi gekk út með peysu, kjól, bol, belti og tóma buddu. Oui, oui c'est la vie de une femme!

Úlfúð Jóns

skrifar frá ParÍS norðursins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahahaha, ferð einu sinni til Frakklands og ert altalandi eftir og farin að eltast við frönsku tískuna líka. C´est trés bien madamoiselle Jóns. Au revoir!!

Garðar (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 18:41

2 identicon

hvernig  væri nú að fá eina færslu á spænsku ungfrú dulúð

Kisulóran (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 23:06

3 Smámynd: Dulúð Jóns

Merci beaucoup, Garðar minn og spænska færslan er í mótun mi querida gatita (gato=köttur)

Dulúð Jóns, 15.12.2007 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)

Höfundur

Dulúð Jóns
Dulúð Jóns

Bloggar af lífi og sál um sín flóknustu vandamál og leyndustu einkamál, jafnvel blómkál. Eiginlega bara um allt nema þjóðmál, heimsmál og stjórnmál!

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...100_0658

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband