Desemberdoði

Síðustu dagana hefur blogghatarinn mikli í mér átt í gífurlegri innri baráttu. Á ég að blogga eða á ég ekki að blogga, það er stóra spurningin. En þar sem yfirskriftin á þessu bloggi er víst í blíðu og stríðu, þýðir lítið að gefast upp strax. Niðurstaðan varð því sú að Dulúð ætlar að taka sér pásu það sem eftir lifir desembermánuði til að sinna krefjandi verkefnum eins og ritgerðarskrifum, jólastússi og almennu djammi og djúsi sem tilheyrir jólamánuðinum. En systir hennar, Samúð (lengi búsett í Hróarskeldu ef e-r skyldi undrast dönskusletturnar), ætlar að fá að hripa hér nokkur orð:

Ég brá mér í búðarráp í byen í dag og verð bara að segja að ég finn sárt til með afgreiðslufólki sem er rétt að byrja að taka á móti taugastrekktri jólaösinni. Eftir að hafa skotist inn í búð í útjaðri miðborgarinnar þar sem allar vonir um innrömmun á jólagjöf í tæka tíð fyrir upptætitíma á kveldi Aðfanga voru kveðnar í kút, gekk mín beint í flasið á mørkblåklæddum hrokagikki með plasthúðað hefti.

Manden neitaði að viðurkenna að skilti nokkurt sem merkt var með stóru Péi, hefði verið í felum bak við tré og hélt bara áfram að fylla út sektina. Krabbinn sem tekur alltaf til eftir mig (sjá síðustu bloggfærslu), ønskaði manninum glædelig jul og fýrinn vogaði sér að svara í sömu mynt. Ég verð nú bara að segja að hjarta mitt kremst með öllu því ólánsfólki sem ætlar að beina viðskiptum sínum frá stóru verslanagámunum tveimur og reyna að gleðja litlu kaupmennina á Laugarveginum en fær bara stöðumælasektir í staðinn með jólapóstinum.

Þvínæst lá leið mín framhjá austurevrópskum vegavinnumönnum (pólskum, mjög líklega, af stærð og þykkt hormottanna að dæma), moldugum upp fyrir motturnar, við skurðmokstur í rigningarsudda og þónokkrum vindstigum. Þar sem ég sat þarna inni í vel kyntum kagganum mínum (AKA "grænu hættunni" eins og góð bloggvinkona kýs að kalla hann) tænkte ég með mér; þessir menn eiga alla mína samúð.

Að lokum lagði ég leið mína inn á Hlöðu nokkra kennda við bækur og upp á hlöðuloftið, nánar tiltekið í ljósritunarkompuna. Þegar sjálfrennidyrnar á þessu mikla menntamekka opnuðust fyrir mér, tók á móti mér þrúgandi lyktin af heilasveittum stúdentum sem sátu þarna í lange rækker með opnar bækur og tútnaða tappa í ørerne. Allir þessir sveittu og langþreyttu námsmenn eiga mína dýpstu og innilegustu samúð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tak skal du har for denne samúðarkveðju!!!

Mátt ekki brjóta af þér þótt þú hafir búið í Danaveldi allan þennan tíma, á Íslandi verður maður að borga fyrir allt, skalt læra þá reglu strax!!!

Garðar (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 23:57

2 identicon


Elskan mín, þú ættir að gera eins og við Vikký Bekk, við fáum aðra til að sjá um svona hversdagslega hluti fyrir okkur! Svo myndum við aldrei koma nálægt svona heilasveittum viðrinum, nei aldrig i livet! Okkar fólk er með heila eins og rúsínur, allur vökvi hefur verið soginn úr þeim og trúðu mér, alls ekki það eina sem hefur verið sogið, spurðu bara Dabba.

Munúð (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 10:36

3 Smámynd: Dulúð Jóns

Kæra Munúð. Trúðu mér, mig langar ekki að spyrja nánar út í það!

Dulúð Jóns, 14.12.2007 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)

Höfundur

Dulúð Jóns
Dulúð Jóns

Bloggar af lífi og sál um sín flóknustu vandamál og leyndustu einkamál, jafnvel blómkál. Eiginlega bara um allt nema þjóðmál, heimsmál og stjórnmál!

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...100_0658

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband