3.12.2007 | 20:17
Spáð í stjörnurnar (ekki Hollywood slúður)
Til er fólk sem afneitar æðri máttarvöldum, hvaða nöfnum sem þau kallast. Til er fólk sem afneitar andaheiminum. Til er fólk sem afneitar tilvist forlaganna. Til er fólk sem afneitar stjörnuspám.
Ég er ekki eins og þetta fólk.
Ég er ekki strangtrúuð, hef aldrei farið á miðilsfund og sjaldan notað örlögin sem afsökun fyrir því sem miður fer í mínu lífi en ég afneita ekki. Sérstaklega ekki stjörnuspánni.
Hér koma nokkrar spár sem ég hef sankað að mér undanfarnar vikur og finnst eiga sérlega vel við (já, já ég skal viðurkenna að ég sleppti þeim sem pössuðu síður við mig)!
Tvíburar: Peningarnir sem þú hefur lengi vænst streyma inn þegar þú hættir að bíða. Krabbi hjálpar þér að taka til hendinni þegar þú veist ekki hvað gera skal næst. (Mamma er sko krabbi. Stóra spurningin er hins vegar, hvenær er tímabært að hætta að bíða???)
Tvíburar: Þú ert skapandi, metnaðarsamur og tilbúinn til að kanna hvert þú kemst á þessum kostum. Þú virðist geta gert allt nema það sem þú átt að gera. (Svo satt!!!)
Tvíburar: Þú ert kannski ekki að leita að nýjum verkefnum, en þau þefa þig uppi. Sköpunarþrá þín þarfnast útrásar og sættu þig við það. Í kvöld færðu verðlaun. (hmm...man nú ekki eftir að hafa fengið verðlaun þetta sama kvöld, en Spádómssveinki þarf nú líka að sinna svo mörgum tvíburum í heiminum að honum getur hafa seinkað!)
Tvíburar: Reyndu að komast hjá því að kaupa hluti í stað þess að búa þá til. Alheimurinn styður allar frumlegar hugsanir. Hæfileikar þínir blómstra við sköpun ekki eignarétt. (ég túlka þetta þannig að allar mínar jólagjafir í ár eigi að vera home made )
Tvíburar: Viltu verja málstað? Hvernig væri að bera mótmælaspjald gegn vanmati á duttlungum? Þú er óskabarn málstaðar ímyndunarafls og undra. (já, hvernig væri það? ég ætti kannski bara að stilla mér upp með skilti við hliðina á Helga Hóseassyni fram að jólum, svona fyrst ég er í fríi hvort eð er!)
Tvíburar: Varaðu þig á að vera ekki svo hagsýnn að það geri bara illt verra. Framkvæmdu af glæsibrag í stað þess að fylgja áætlunum eins og vélmenni. (skal gert...robot over and out!)
Tvíburar: Ekkert jafnast á við það að eiga samskipti við fólk sem er jafn hnyttið - eða næstum jafn hnyttið - og þú. Farðu þangað sem klára fólkið safnast saman. (á nú ekki í vandræðum með það, á bara hnyttna og klára vini!)
Tvíburar: Ofur farsælir vinir geta hjálpað þér með allt sem vefst fyrir þér. Að biðja um hjálp styrkir böndin sem sem halda þér inni í tengslaneti annara. (ójá, þarna fékk ég loks góða afsökun fyrir að betla alltaf hjálp hjá mínum OFUR FARSÆLU vinum, ég er bara að treysta tengslin )
Öðruvísi stjörnuspá: Þú ert eirðarlaus og yfirborðslegur, alltaf á hlaupum frá einu tilgangslausu verkefni í annað, með hundrað ókláruð járn í eldinum. Þú ert síljúgandi, enda sérfræðingur í að gefa loforð sem þú getur ekki staðið við. Vissulega ertu vel gefinn, en þú sóar hæfileikum þínum í blaður og óþarfa. (Þessi er í uppáhaldi, hreinskilnin hristir upp í manni!)
Um bloggið
Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, það er sko mikið til í þessu. Vinir þínir eru svo sannarlega ofur farsælir, hnyttnir og klárir ;) Ég er líka svo sannarlega sammála því að þú sért full af sköpunargleði sem ætti að fá að njóta sín í jólagjöfum í ár.
Hvað þá síðustu varðar... við getum örugglega kallað þig mörgum nöfnum, en yfirborðsleg og síljúgandi... þau bætast aldrei á listann.
Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 00:03
Gott að heyra það; farsæla, hnyttna og klára vinkonan mín! Mun leggja mig sérstaklega fram við að föndra þína jólagjöf
Dulúð Jóns, 6.12.2007 kl. 13:50
Ertu bara hætt að blogga??? Ertu búin að standast kúrsinn og því farin í verkfall???
Sólveig (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.