21.11.2007 | 17:45
Allt er þá fernt er (vonandi!)
Ég er komin með fernu. Biluð tönn. Tvær réttara sagt. Viðgerð svarar kostnaði...miklum kostnaði. Ein tönn fixuð og straujuð á debet í dag, hin fer á janúarvísareikninginn sem betur fer. En ljósi punkturinn þessa stundina er sá að hinir dimmu sjónvarpslausu dagar eru liðnir! Þakka þeim hugulsömu stúlkum sem sendu samúðarkveðjur og buðu fram aðstoð sína á þessum erfiðu tímum. Tímum í bókstaflegri merkingu því þetta voru nú ekki nema tveir sólarhringar ca. Verð þó að fá að leiðrétta þann misskilning að hægt sé að fá ágætis sjónvörp undir mánaðarlaunum ríkisstarfsmanns því viðkomandi álitsgjafi vinnur augljóslega í öðru þrepi innan ríkisgeirans en sú sem hér skrifar. Auk þess er fátt um ódýra LCD drætti á sjónvarpsmörkuðum landsins nema maður vilji 20 tommu sjónvarp frá óþekktu fyrirtæki í Asíu sem maður kann ekki að bera fram nafnið á. En vilji maður hins vegar eyða tvöföldum mánaðarlaunum í plasmaflatskjá, getur maður valið sér úr stórum hópi föngulegra gripa og farið svo heim með sætasta skjáinn úr búðinni.
En nú er semsagt kominn þessi fíni Philips breiðskjár sem sómir sér mun betur sem stofustáss en ryksjúgandi Sharp breiðboxið, blessuð sé minning þess. Annars get ég nú ekki kvartað mikið yfir þessum stutta tíma sem ég var án imbans. Iðjuleysið sem oft hrjáir mig fyrir framan skjáinn vék um stund fyrir mikilli verkgleði. Ég náði m.a. að klára 7 síðna lokaverkefni, hlustaði á útvarpið eftir langt hlé og samræðurnar við hinn fjölskyldumeðliminn snerust um málefni alls ótengd sjónvarps-dagskránni. Semsagt kærkomin tilbreyting. Ég ætti kannski bara að hugleiða að stofna baráttusamtök um endurupptöku sjónvarpslausra fimmtudaga. Hver vill vera með?
Um bloggið
Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu galin, alltof góð dagskrá í sjónvarpinu á fimmtudögum... :)
Sólveig (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 22:24
ég skal vera með í sjónvarpslausum fimmtudögum, horfi hvort sem er ekki það mikið á sjónvarp, tölvan dugar fínt!!! :)
Garðar (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.