20.11.2007 | 21:12
Þeir segja að allt sé þá þrennt er
Þrír er bölvuð ólánstala. Þetta er engin hjátrú heldur staðreynd. Hvers kyns áföll virðast oft koma í þrennum. Meira að segja dauðsföll koma í þrennum. Á elliheimilunum deyja oftar en ekki þrjú gamalmenni með stuttu millibili. Kannski ekki öll á sömu deildinni en allavega í þrennum. Sama gildir um fjárhagsleg áföll. Fyrst gaf þvottavélin upp öndina eftir höktandi sársaukakvein sem glumdu hæða á milli. Eftir vikuþjáningar hennar og íbúanna var hún lögð til hinstu hvílu í kirkjugarði úrsérgenginna heimilistækja, Sorpu. Viðgerð á vindu svaraði ekki kostnaði svo fjárfest var í nýrri og hljóðfrárri vél. Kostnaður ca. hálfsmánaðarlaun óbreytts ríkisstarfsmanns. Næst var það átómóvíll í andarslitrunum. Haft var samband við óhefðbundinn bílalækni sem gaf þá greiningu að viðgerð svaraði ekki kostnaði, betra væri að kaupa nýjan.
Eigendur vildu ekki hlusta á ráðleggingar skottulæknisins, þrjóskuðust við og sendu bílinn á einkasjúkrahúsið á Bíldshöfða. Lífgunartilraunir báru árangur og mótorinn hrökk aftur í gang í það sinnið. Útlagður sjúkrahússkostnaður slagaði upp í mánaðarlaunin. Að lokum kvaddi sjónvarpið þennan heim með hvelli. Náði þó að blikka eigendur sína í kveðjuskyni með stuttum svörtum skjátruflunum dagana fyrir andlátið. Ef þeir hefðu áttað sig fyrr á þessum sjúkdómseinkennum hefði kannski verið hægt að bjarga einhverju með bráðaaðgerð...hver veit? Í staðinn var úrskurður dánardómstjórans þessi: Viðgerð svarar ekki kostnaði." Kostnaður við kaup á nýju tæki: Á eftir að koma í ljós, erum enn að syrgja.
Um bloggið
Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ, djöfull er þetta ömurlegt!! Sendi samúðarkveðjur! Og magnað hvernig viðgerðir svara aldrei kostnaði. Enda virðast vörur bara vera framleiddar til að endast í örfá ár, framleiðendur vita að þeir græða meira á því að fá neytendur sína til að endurnýja reglulega. Enda láta þeir bjóða sér það!
Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 21:35
Dulúð mín... sem betur fer kosta ágætissjónvörp ekki hálf eða heil mánaðarlaus ríkisstarfsmanns... en þegar undanafarin áföll eru farin að koma vel við pyngjuna, þá neyðist mar víst til að horfa á svartann skjáinn.
en ég á hins vegar næstum 30 ára gamalt tæki sem gengur... en ekki fyrir fjarstýringu ef þið vijið fá lánað á meðan sorgartímabilið líður.
bk, Bridget Jones, aka kitty
Bridgjet J. (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 13:50
Já, þetta er nú meiri ólukkan... En það er alveg óþolandi hvað hlutirnir eru ekki gerðir til að endast, það muna nú allir hvað fyrstu GSM símarnir dugðu nú vel, framleiðendur föttuðu það og fóru að búa til crap síma sem endast bara í 2 ár og sama á við um marga bíla og fleiri hluti. Held að það eini hluturinn sem er enn framleiddur eins og í gamla daga er Kitchen aid hrærivél enda með 20 ára ábyrgð, geri aðrir framleiðendur betur!!!!!!
Sólveig (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 15:48
Loksins alvöru færlsa hjá þér gæskan.
Ingólfur (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.