12.11.2007 | 14:24
ViðskiptaVINUR Vörutorgs nr.1
Enn eitt bullverkefnið...
sem gæti þó gerst í raunveruleikanum (eða ekki)!
Hér var málið að hafa persónu/r með sérstakan karakter og málfar:
Ø Vörutorg, góðan dag. Get ég aðstoðað?
Ø Já, góðan daginn vinan. Get ég fengið að tala við aðalmanninn?
Ø Ha, hvern?
Ø Myndarlega manninn með skemmtilega talsmátann.
Ø Áttu við Daníel Ben?
Ø Já, vina einmitt hann.
Ø Bíddu augnablik, ég skal gefa þér samband.
Ø Þakka þér fyrir væna.
Sefandi melódísk biðtónlist heyrist spiluð í 45 sekúndur
Ø Daníel.
Ø Já, komdu sæll vinur. Gunnhildur Örlygsdóttir heiti ég en kallaðu mig bara Gunnu. Ég er afskaplega mikill aðdáandi þáttarins þíns og mig langaði bara að þakka þér kærlega fyrir vasklega framkomu. Þú virkar svo fagmannlegur í sölumannshlutverkinu.
Ø Eh...já, þakka þér fyrir. Alltaf gaman að fá svona kompliment.
Ø Já, og þú hefur líka skánað heilmikið síðan þú byrjaðir. Þá varstu dulítið stressaður sem er nú alveg skiljanlegt en núna ertu orðinn svo eðlilegur. Við hjónin höfum nefnilega fylgst með þér alveg frá upphafi. Við horfum alltaf á þáttinn nema þegar við förum í dagvistina á miðvikudögum að spila vist en þá látum við taka hann upp fyrir okkur.
Ø Umm...já, gott að heyra að ykkur líkar þátturinn.
Ø Já og svo horfum við líka oft með barnabörnunum þegar þau eru í heimsókn og þau hlæja og hlæja á meðan. Það er svo gott að heyra þau skemmta sér svona vel því þau hafa verið dálítið leið undanfarið, eftir skilnaðinn og svona.
Ø Umm...já, ég skil.
Ø Annars hef ég nú aldrei skilið hvað þeim finnst svona agalega skondið hróunum en þau eru náttúrulega skilnaðarbörn og hver veit svosem hvað þau hugsa. Þú tekur það ekkert nærri þér vinur þó þau hlæi að þér, er það nokkuð? En þú mátt líka vita það Daníel minn að við hjónin erum alveg hætt að horfa á Spaugstofuna eftir að þeir gerðu gys að þér um daginn, aldeilis óforskammanlegt!
Ø Hehe...við tókum þessu nú ekki svo alvarlega hérna, okkur fannst nú bara húmor í þessu. En vildirðu ekki panta eitthvað hjá mér?
Ø Elskan mín, ég er löngu búin að panta allar jólagjafirnar hjá þér. Sonur okkar fær bumbubeltið, gæskurinn er búinn að bæta svolítið á sig síðan hann fór til München á Októberfest í fyrra. Já og fyrrverandi tengdadóttir okkar fær svo fína pönnusettið, henni hættir nefnilega til að brenna stundum matinn. Ég gaf henni líka gufumoppuna í afmælisgjöf um daginn því hún er nú heldur ekki mjög liðtæk í húsþrifum þessi elska. Já, og svo fá krakkarnir þessi fínu fæðubótarefni og snyrtivörur því þau eru svo dugleg í íþróttunum og maður á svo óskaplega erfitt með að velja eitthvað handa þessum unglingum.
Ø Jæja já, en hvað með ykkur hjónin, eitthvað sem ykkur vantar?
Ø Nei, nei biddu fyrir þér væni! Við hjónin erum fyrir löngu búin að fylla íbúðina okkar hérna á Hrafnistu með vörunum þínum. Ég er meira að segja með tvo súkkulaðigosbrunna, einn á stofuborðinu og einn í eldhúsglugganum. En við setjum þá helst ekki í gang nema við sérstök tækifæri. Súkkulaðið fer svo illa með hvítu löberana mína, þú skilur...
Ø Og svo förum við hjónin helst aldrei úr Tempur-inniskónum okkar, þeir eru svo þægilegir. Eiginlega allt of þægilegir því einu sinni fór hann Dóri minn á þeim alla leið í rútunni þegar við fórum í hópferð að versla í Bónus, án þess að verða þess var. Hugsaðu þér bara!
Ø Umm...já, en ef það er ekkert sem ég get aðstoðað þig með...
Ø Jú, vinur það er reyndar eitt sem mig langaði að biðja þig um. Við Dóri minn eigum gullbrúðkaup bráðum og mig langar að koma honum á óvart í tilefni dagsins. Gætirðu ekki sent okkur kveðju í þættinum?
Ø Öhh...þetta er nú ekki þannig þáttur, við erum ekki vön að senda kveðjur í honum.
Ø Nei, ég veit vinur en ég var að lesa viðtalið við þig um daginn í nýja Morgunblaðinu um þetta skemmtilega bónorð þitt í fréttunum á Stöð2. Afskaplega er hún nú annars hugguleg konan þín, fyrirsæta var það ekki? Ég klippti út myndina af ykkur og setti í albúmið okkar. Drengirnir ykkar hljóta að vera myndarlegir líka.
Ø Já, takk, jú þeir eru það. En það var nú reyndar ég sem var fyrirsætan og bónorðið var nú bara sýnt á árshátíð 365 en ekki í beinni.
Ø Jæja, góði. En þú hugsar kannski bara málið, þetta er ekki fyrr en 18. desember.
Ø Umm, já en ég get engu lofað um það...
Ø Allt í lagi vinur en það var gaman að heyra loksins í þér röddina svona persónulega, mér finnst ég þekkja þig svo vel. Vertu þá sæll, Daníel minn og farðu vel með þig.
Ø Já, takk sömuleiðis. Vertu blessuð.
18. desember á Skjá einum klukkan 16:45
Ø Hver man ekki eftir hjónunum Gunnu og Dóra í íbúð 303 á Hrafnistu í Hafnarfirði? Það gerum við hjá Vörutorgi og við viljum óska þeim hjartanlega til hamingju með gullbrúðkaupið í dag. Þau fá svo sendan óvæntan glaðning í tilefni dagsins. Sitt hvorn heilsukoddann sem er á kostatilboði fram að jólum og kostar aðeins 8.990 kr.
Um bloggið
Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu ekki látin skrifa neinar almennilegar fréttir í þessu námi þínu??? En þú ert ekkert farin að hugsa um að skrifa smásögur?? Ert búin að sýna það og sanna að þú ert alveg ágætis penni og góð í að skrifa svona ruglsögur :)
Sólveig (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 20:28
Hmm...alvarlegar fréttir já, þú segir nokkuð. Verst hvað þær eru þurrar og leiðinlegar og alveg fáránlegt að maður megi ekki skreyta þær með smá skáldskap! Jú, ég held ég haldi mig bara frekar við smásöguruglið
Dulúð Jóns, 13.11.2007 kl. 12:22
Mikið skelfilega var þetta leiðinleg færlsa!
Ingólfur (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 18:46
Ingólfur, hvað ert þú að ybba gogg? Nýtir hvert tækifæri sem gefst! En frk. Dulúð, ég komst loks í að lesa bloggið þitt og hafði gaman af. Ég verð þó að taka undir með henni Sólveigu. Ekki það að ég vilji fá almennilegar fréttir frá þér, heldur meira um þig og þínar pælingar. Því þar kemstu svo sannarlega á (enn meira) flug!
Guðrún Jóna (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 20:43
Jæja, Ingólfur hefurðu eitthvað á móti Vörutorgi!?! Ég fékk ekki betur séð af þínu bloggi en að þú værir haldinn kaupæði svo þú ættir nú að finna eitthvað við þitt hæfi þarna!
Dulúð Jóns, 15.11.2007 kl. 00:12
Er ekki kominn tími á nýtt blogg, þýðir ekki að vera kvarta yfir bloggleti annarra og gera ekki neitt sjálf!!!
Sólveig (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.