24.10.2007 | 13:59
Bara að lífið væri jafn einfalt og sápa!
Ef lífið væri sápuópera...
...fengju blindir sýn
...fengju minnislausir minnið aftur
...myndu lamaðir ganga á ný
...myndu látnir vakna til lífsins
...myndu öll kynmök fara fram við ballöðuundirleik í slow motion
...myndu allir sofa hjá öllum, líka innan fjölskyldna því allir væru ættleiddir, getnir með tækni-frjóvgun eða víxlað við fæðingu
...væri enginn skilgetinn
...myndi níu mánaða meðganga styttast í tvær vikur
...væru allar fæðingardeildir tómar því öll börn kæmu í heiminn í bílum á leiðinni þangað
...myndu öll börn fæðast um eins árs aldurinn
...myndu öll börn stækka um 5 cm í hverri viku og skipta um augn- og hárlit reglulega
...myndu allir unglingar sem fengju bólur eða færu í mútur vera sendir burt í heimavist og kæmu aftur nokkrum árum seinna sem "nýjar manneskjur"
...myndu öll fjölskyldurifrildi og ósættir jafna sig um jólin en hefjast aftur eftir nýárið
...myndu allar veislur vera haldnar með engum fyrirvara
...myndi flugferðin Ameríka - Evrópa taka tíu mínútur, fram og til baka
...myndu öll hús rísa á einum degi
...myndu öll fyrirtæki reka sig sjálf
...myndu öll fyrirtæki skipta um eigendur oftar en leikararnir um bólfélaga
Ef lífið væri sápa væri lífið litríkara og froðukenndara!
Um bloggið
Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæra Dulúð,
Þér hafið sannarlega hitt naglann á höfuðið!
Karl Ágúst Ipsen (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.