Aftur til fortíðar með aðstoð rafrænnar tækni (gömul andlit á nýjum stað...og þó)

Á föstudaginn var ákvað ég að láta slag standa og skella mér á hádegisnámskeið í leit í rafrænum gagnabönkum. Tók þessa stóru ákvörðun með það í huga að þetta væri nú allra síðasti séns fyrir mig að læra á þessa gagnlegu tækni þar eð síðasta önnin mín nálgast mig nú eins og óð fluga. Mér til mikillar furðu og mæðu, reyndist námskeiðshaldarinn vera gamall þýskukennari minn úr menntó. Þar sem ég sit þarna hokin og reyni að skýla mér bak við tölvuskjáinn svo hann taki ekki eftir mér, fæ ég þetta líka þvílíka flashback aftur í tímann. Ég minnist þess að hafa setið einmitt svona fyrir allnokkrum árum nema bara með der/die/das - glósubókina fyrir framan mig (í þá daga voru tölvustofur aðeins brúkaðar einu sinni í viku og fartölvur voru sjaldgæfari en fjögurra-laufa-smárar) í þeirri veiku von að verða ekki spurð út úr námsefninu.

Þegar svo kennarinn/námskeiðshaldarinn fer að fikta í stjórnkerfinu til að reyna að setja í gang glærusjóvið en tekst í staðinn, óafvitandi, að slökkva á öllum tölvunum í stofunni og það tvisvar sinnum, langar mig helst að sökkva ofan í gólf eða sogast inn í skjáinn af vorkunnsemi í hans garð. Ég veit ekki af hverju mér fannst þetta svona pínlegt fyrir okkar beggja hönd því það var nú ekki eins og aðrir námskeiðsgestir vissu af þessum fortíðartengslum okkar. Einhvern veginn rifjaði þetta bara upp gamlar tilfinningar og það hvernig ég fann alltaf til samúðar með kennurum sem urðu oftar en ekki aðhlátursefni illkvittinna samnemenda minna.

Loks þegar námskeiðið hefst og ég er farin að jafna mig á þessu óþægilega endurliti (e. flashback!) þá er mér aftur kippt óþyrmilega til baka í veröld menntskælingsins þegar fólkið í kringum mig fer að spyrja kennarann/námskeiðshaldarann spurninga á borð við: Hvar ertu eiginlega núna? Hvernig komstu þangað? Geturðu hægt aðeins á þér? Það eina sem vantar upp á að ég sé lent aftur í tíma í þýsku 203 er að ónefndur, fyrrum bekkjarfélagi minn rífi gluggann í stofunni upp á gátt til að vinna bug á þessu þrúgandi andrúmslofti!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ahem... skyldi þessi ÓNEFNDI FYRRUM BEKKJARFÉLAGI vera ég... hmm..

híhíhí.... að vera litin illum augum í menntó bara vegna þess að stundum vantaði súrefni inn í skólastofurnar heheheh

Hannfríður (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 16:53

2 Smámynd: Dulúð Jóns

Jú, jú það stemmir! En vita skaltu að súrefni eru sjálfsögð mannréttindi svo þú getur bara litið á þig sem sjálfskipaðan mannréttindafrömuð

Dulúð Jóns, 22.10.2007 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)

Höfundur

Dulúð Jóns
Dulúð Jóns

Bloggar af lífi og sál um sín flóknustu vandamál og leyndustu einkamál, jafnvel blómkál. Eiginlega bara um allt nema þjóðmál, heimsmál og stjórnmál!

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...100_0658

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband