15.10.2007 | 17:57
Get ég feikað hnakka???
Eins og þið mörg hver vitið, hef ég lúmskt gaman af að sletta í ræðu og riti. Ég kýs reyndar að líta á slangurnotkun mína sem tilraun eða sem lið í eins konar þátttökurannsókn: könnun á málkima unga fólksins. Í því skyni að þróa þessa tilraun mína, skelli ég hérna inn verkefni sem ég vann fyrir tíma í Skapandi textum nú nýlega. Einu fyrirmælin voru að velja sér málshátt og spinna e-ð í kringum hann. Ef einhver skyldi ekki vilja trúa því að svona texti fyrirfinnist í raunveruleikanum, bendi ég viðkomandi á að prófa að gúggla orði eins og t.d. hellaður en með því móti má finna fjöldan allan af bloggsíðum til samanburðar!
Hér er svo textinn minn:
Margur heldur mig sig. Ég hef verið að pæla doldið massívt í essum málshætti síðustu vikuna og hef komist aðí að ég fatta bara ekki rassgat í onum. Verð samt að redda eikerri dellu umidda fyrir tímann á morgunn. Er alveg að skíta á mig í íslensku og kennarinn sagði að ég þyrfti að taka mig hellað mikið á til að ná samræmdu í vor. Tékkaði á essu í eikkerri drullugamalli bók sem afi dáni átti. Hún heitir eikkað sona íslenskir málshættir eða eikkað og það meira segja skrifað með setu, pæliði íði!
Ókei, svo fór ég að reyna að fletta essu upp og eikkað en fann ekki jack shit umidda. So gúgglaði ég essu en það var bara algjört krapp sem kom út úr því. Fokk, ég verð þvílíkt grillaður á morgun! Rólegur kallinn, aðeins að tjilla bara. Hey, kannski mar ætti bara að spyrja þau gömlu. Nei, vó mar nenni þokkalega ekki að hlusta á tuðið í ma þegar hún kemst aðí að ég er ekki enn búinn að ryksjúga fokking stigaganginn. Kjellíngin var alveg tjúlluð í gær þegar ég gleymdi að taka úr vélinni.
Fokk, mar! essi málsháttur sökkar feitt mar, þessi kennaradúddi verður bara að djöflast til að hætta að bögga mann. Hva heldur ann eigilega aðann sé, eikkað betri en ég? Hann er ekki einu sinni neitt skorinn heldur með ógisslegt skvap og sveittan skalla. Ég gæti sko fokking tekið hann í bekkpressu. Heldur ann að ann sé eikkað massa important gaur aþí hann er kennari í gaggó. Hey, NEWS FLASH, DUDE!... NOT!!!
Bloggmeistarinn í Efra-Breiðholti
Hér kemur svo smá könnun:
Vinsamlegast látið mig vita hvort ég geti "feikað hnakka" eða hvað ég geri rangt. Er slangrið of úrelt, er því ofaukið, hvað þá helst og hvað gæti ég notað í staðinn?
Hleypið nú ykkar innri hnakka lausum og hjálpið mér að betrumbæta mig í slangrinu!
Og ef einhverjir ekta hnakkar skyldu slysast til að lesa þetta, endilega leiðréttið og aðstoðið mig í þessari slangurtilraun minni.
Um bloggið
Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hnakki? Er það ekki Hnakkur og er notað á hesta? Eða ég veit ekki... ertu að tala um það sem var kallað í minni ungtíð "tjokkó"?
Ég veit ekki... ég skil ekki svona...
Karl Ágúst Ipsen (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 20:06
Hva... hefðir átt að gúgla bara svona hnakkamál.
Annars er hryllingur að lesa þetta hehe (vel meint) og jédúddamía ef svona talar ungdómurinn í dag
gamla nöldurkellingin kveður.
Hanna (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 09:10
Sammála Hönnu, þetta er skelfilegt hvað unga fólkið er orðið klikkað í máli!! Maður á erfitt með að skilja hvað þessi grey eru að tala um stundum!!
Garðar (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 10:27
Mér þykir fólk hér láta sem svo að það sé eldra en raunin er. Nema það sé í raun þannig að þetta fólk er miklum mun eldra en það lætur í veðri vaka!
Karl Ágúst Ipsen (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 12:20
Ég verð að hrósa þér fyrir ágætis tilraun til að feika hnakka, tjokkó, dúda eða hvað sem þetta fyrirbæri kallast en því miður þá held ég að þú hafir ekki alveg náð þessu. Vandamálið liggur á einu svæði, ég skildi þig og það í fyrstu lesningu. Ef þetta hefði verið "sannur hnakki" þá hefði ég þurft lengri tíma og hjálp frá öðrum "hnökkum" til að ná þessu. Tjokkískan er ógeð og við hin "gömlu" getum því miður ekki einu sinni feikað það þar sem þetta er bara SVO "rangt" :)
En á öðrum nótum, bloggið þitt er schnilld ;) Það er rosalega gaman að lesa þig, það er bannað að hætta þó kúrsinn taki enda :)
Aldan (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 12:39
Já, ellin kemur með sín gráu hár...og dvínandi skilning í tjokkísku
Takk fyrir góð viðbrögð!
Dulúð Jóns, 21.10.2007 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.