Capacent Gallup, góðan daginn! Já, halló má ég taka þátt í könnun?

 

Sat í áhugaverðum tíma í morgun þar sem kona nokkur var að plögga fyrir okkur Capacent Gallup. Komst að því að nafnið er samsett úr orðunum capability og center sem hefði nú barasta aldrei hvarflað að mér. Hélt kannski að það væri capacity + cent sem meikar náttúrulega engan sens þar sem fyrirtæki af þessari stærðargráðu færi nú varla að púkka upp á einn skitinn aur!

En hvað um það, þessi fróða kona (félagsfræðingur að sjálfsögðu), tjáir okkur það í óspurðum fréttum að verið sé að fara af stað með nýja tegund kannana á fjölmiðlanotkun. Þetta er sumsé tæki sem fest er við þátttakendur (við erum sko nánast að tala um Lindsey Lohan rehab-ökklaband) sem nemur upplýsingar þegar viðkomandi er nálægt útvarpi eða sjónvarpi og skráir hversu oft og lengi maður kemst í námunda við slíka fjölmiðla.

Ég var reyndar búin að heyra af þessu áður en vissi ekki að þetta væri komið svona langt á veg hérlendis. Guð má vita hvernig Capability-centerinn ætlar að fara að því að lesa úr þessum upplýsingum sem berast. Ég meina, það er nú ekki sama að vera nálægt viðtæki og taka við skilaboðum úr því. Tökum sem dæmi: Ég gæti verið með kveikt á imbanum heima en verið að einbeita mér að því að prjóna á meðan. Ókei, þetta var óraunhæft dæmi...allir vita að ég er með tíu þumalputta þegar kemur að handavinnu! En setjum sem svo að maður hlaupi inn í sjoppu þar sem síbyljan er í gangi og stoppar inni í fimm mínútur...er maður þá að verða fyrir áhrifum fjölmiðils???

Nei, nei maður bara spyr sig en ég verð nú samt að segja; Á sturlun minni átti ég von, áður en ég fengi löngun til að slá á þráðinn til Gallup og beinlínis bjóða mig fram í könnun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja, loksins blogg frá þér sem ert alltaf að reka á eftir öðrum að blogga. Verst að miðað við lýsingar er þetta eitthvað skyldublogg þannig að miðað við skilduræknina í þér þá hef ég grun um að það verði mikið um nýjar færslur.

Ingólfur (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 19:26

2 identicon

Já, þú verður bara að gjöra svo vel að herða þig til að halda í við mig! Annars get ég nú lofað því að þetta verði ekki eins miklar langlokur eftir að nýjabrumið er runnið af manni

Dulúð (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 20:31

3 identicon

Kæra Dulúð,

Þakka þér afar góða pistla, þeir eru í senn fróðlegir og áhugaverðir og þegar best lætur eru þeir hreint og beint sprenghlægilegir. En ég spyr mig, í fyrstu málsgrein stendur: "Hélt kannski að það væri capacity + cent sem meikar náttúrulega engan sens þar sem fyrirtæki af þessari stærðargráðu færi nú varla að púkka upp á einn skitinn aur!" - ætti þetta ekki að vera eyri? Eða er fyrirtækið að púkka upp á skitinn skít? 

Karl Ágúst Ipsen (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 18:13

4 Smámynd: Dulúð Jóns

Já, þú hefur þó nokkuð til þíns máls, kæri vin! Skitinn aur/skitinn eyri/skitinn skít???

...skítt með það!

Þakka falleg orð

Dulúð Jóns, 14.10.2007 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Blogg í blíðu og stríðu (en mest þó í blíðu)

Höfundur

Dulúð Jóns
Dulúð Jóns

Bloggar af lífi og sál um sín flóknustu vandamál og leyndustu einkamál, jafnvel blómkál. Eiginlega bara um allt nema þjóðmál, heimsmál og stjórnmál!

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...100_0658

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband